Allir í sumarskapi á sumardaginn fyrsta í Vesturbænum
Skóli og frístund Íþróttir og útivist
Það var góð mæting á hátíðina í Vesturbænum á sumardaginn fyrsta. Dagskráin var nokkuð hefðbundin, skrúðganga frá Melaskóla að Frostaskjóli þar sem fór fram skemmtileg dagskrá, úti og inni. Sem dæmi má nefna söng frá Öldu Dís, hæfileikakrakkar úr Vesturbænum, hjólaleikni o.m.fl. Einnig var boðið uppá hjólaskoðun sem margir nýttu sér. Líkt og undanfarin ár var skipulagið í höndunum á starfsmönnum Frostaskjóls, en það voru margir sem komu að dagskránni og má t.d. nefna KR, Vesturgarð, Skátafélagið Ægisbúa, Reykjavíkurborg o.fl. Hér með eru nokkrar myndir frá hátíðinni.