Íbúafundur um hljóðvist, loftgæði og öryggi í Hlíðum

Samgöngur

""

Opinn íbúafundur um hljóðvist, loftgæði og öryggi í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20 á Kjarvalsstöðum. Fundurinn er á vegum Hverfisráð Hlíða. 

Í tilkynningu frá Hverfisráðinu stendur: Markmið fundarins er að kynna fyrir íbúum í hverfinu þær aðgerðir sem fara þarf í til þess að stuðla að betri loftgæðum og hljóðvist í hverfinu, og til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Dagskrá fundar:

1. Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Umhverfis og skipulagssviði, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti og Ómar Smári Ármannsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu flytja erindi.

2. Umræður og spurningar.

3. Kort af hverfinu verða á borðum. Loftgæði - Hljóðvist - Öryggi

Íbúar merkja inn á kort og skrá niður athugasemdir og ábendingar.

Fulltrúar Vegagerðarinnar, umhverfis og skipulagsráðs og Hverfisskipulags verða á svæðinu en niðurstöður og umræður á fundinum verða teknar til greina inn í vinnu við Hverfisskipulag.

Facebook viðburður