Borgarsýn í desember 2015

Umhverfi Skipulagsmál

""
Ný Borgarsýn er komin út á vegum umhverfis- og skipulagssviðs. Tímarit með áhugaverðu efni um helstu mál á sviði umhverfis  og skipulags.
Fjölbreytt efni er að finna í Borgarsýn sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar var að gefa út núna í desember. Þar er sagt frá völdum atriðum eins og jólaskreytingum miðborgarinnar, skammdegislýsingu á opnum almennningssvæðum og fulgaviku, til framkvæmda og deiliskipulags.
 
Áhersla er á loftslagsmál í blaðinu, sagt er frá umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar sem á að tryggja lífsgæði borgarbúa. Stefnunni verður framfylgt í níu málaflokkum um auðlindir, samgöngur, skipulag, gæði umhverfis, loftslagsmál, menntun til sjálfbærni, náttúra og útivist, neysla og úrgangur, rekstur Reykjavíkurborgar.
 
Skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða 16. nóvember og er gerð grein fyrir því í Borgarsýn en þátttaka var framar öllum vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Yfirlýsing íslensku fyrirtækjanna var síðan afhent Sameinuðu Þjóðunum á loftslagsráðstefnunni í París COP21.


Norðurlandaráð fundaði í Reykjavík í haust og veitti m.a. náttúru- og umhverfisverðlaunin en Reykjavíkurborg hlaut þau árið 2014. Við keflinu tók færeyska orkufyrirtækið SEV fyrir nýsköpun á sviði grænnar orku í Færeyjum, en fyrirtækið hefur hannað nýtt orkugeymslu- og orkustýringarkerfi sem er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, afhenti verðlaun Norðlandaráðs í Hörpu ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, en alls voru 13 fyrirtæki tilnefnd til verðlaunanna í ár.


Margt fleira er að finna í Borgarsýn að þessu sinni m.a. efni um hjólreiðaáæltun, Kennaraháskólalóðina, hverfisskipulag og endurunnið malbik.