Yfir hundrað fyrirtæki skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð skrifa á mánudag undir yfirlýsingu um loftslagsmál og skuldbinda sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. 
 
Þátttaka í verkefninu er framar öllum væntingum, en alls taka 103 fyrirtæki og stofnanir þátt í þessu samstarfsverkefni og í þeim hópi eru flest stærstu fyrirtæki landsins og stórar stofnanir eins og háskólarnir.  Áhrif þessa sameiginlega átaks geta því orðið umtalsverð. 
 
 
  • Alcoa Fjarðaál
  • Alta ráðgjafarfyrirtæki
  • Arion banki
  • ARK Technology
  • ÁTVR
  • Bergur - Huginn ehf.
  • Blái herinn
  • Bláa Lónið
  • CCP
  • Deloitte ehf.
  • EFLA verkfræðistofa
  • Egilsson ehf.
  • Eimskipafélag Íslands hf.
  • Elkem Ísland
  • Faxaflóahafnir sf.
  • Frumherji hf.
  • Gámaþjónustan hf.
  • Græn Framtíð ehf.
  • Hannesarholt ses.
  • Happdrætti Háskóla Íslands
  • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík
  • Háskóli Íslands
  • Háskólinn á Akureyri
  • Háskólinn í Reykjavík
  • HB Grandi
  • Heilbrigðisstofnun Austurlands
  • Hlaðbær-Colas hf.
  • HS Orka hf.
  • Húsasmiðjan ehf.
  • Höldur ehf. / Bílaleiga Akureyrar
  • Iceland Excursions Allrahanda ehf.
  • Icelandair Group
  • Innnes
  • Isavia ohf.
  • ISS Ísland ehf.
  • Ísfugl
  • Íslandsbanki
  • Íslandshótel hf.
  • Íslandsstofa
  • Íslenska Gámafélagið ehf.
  • Íslenskt Eldsneyti ehf.
  • Kosmos & Kaos
  • KPMG ehf.
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Landsbankinn hf.
  • Landsnet
  • Landspítalinn
  • Landsvirkjun
  • Lín Design / Framsýnt fólk
  • Lyfja hf.
  • Malbikunarstöðin Höfði hf.
  • Marel hf.
  • Marorka
  • Matís
  • Miklatorg hf. / IKEA
  • Míla ehf.
  • N1 hf.
  • Nasdaq Iceland
  • Neyðarlínan ohf.
  • Norðurál
  • Norðurorka hf.
  • Novomatic Lottery Solutions
  • Nýherji
  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Oddi prentun og umbúðir ehf.
  • OKKAR líftrygginar hf.
  • Olíudreifing ehf.
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • ON / Orka Náttúrunnar
  • Orkuveita Reykjavíkur
  • Pipar / TBWA
  • Pizza Pizza ehf. / Domino's
  • Podium ehf.
  • PriceWaterhouseCoopers
  • Reitir fasteignafélag hf.
  • Reykjagarður hf.
  • Reykjavík Excursions - Kynnisferðir
  • Reykjavíkurborg
  • Roadmap ehf.
  • Sagafilm
  • Samgöngustofa
  • Samhentir Kassagerð hf.
  • Samkaup
  • Samskip hf.
  • Securitas hf.
  • SÍBS
  • Síminn hf.
  • Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
  • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
  • SORPA bs.
  • Strætó bs.
  • Tandur hf.
  • Tryggingamiðstöðin hf.
  • Valitor hf.
  • Vátryggingafélag Íslands
  • Verkís hf.
  • Vífilfell
  • Vodafone / Fjarskipti hf.
  • Vörður tryggingar hf.
  • Wow air
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson
  • Össur hf.
  • 1912 ehf.
Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mæla árangur
Yfirlýsingin sem skrifað verður undir í Höfða á mánudag hljóðar svo:
 
Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.

Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er ein helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  1. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  2. minnka myndun úrgangs
  3. mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.
 
Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrð fyrirtækja, halda utan um verkefnið og var 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi boðin þátttaka í verkefninu, sem og aðildarfyrirtækjum Festu og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar.
 

Nánari upplýsingar: