Sýning um skóla- og frístundaborgina

Skóli og frístund

""

Fagstarfið sem fram fer í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í borginni verður kynnt með líflegri sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana

30. apríl – 3. maí. 

Sýningin Skóla- og frístundaborgin Reykjavík er haldin samhliða Barnamenningarhátíð og eru allir sem láta sig varða nám og starf upprennandi kynslóða, ungir sem aldnir, boðnir hjartanlega velkomnir í Ráðhúsið.



Á sýningunni verður fjallað í máli og myndum um stefnur og strauma í skóla- og frístundastarfi, fjölbreytt og metnaðarfull þróunarverkefni verða kynnt og börn og ungmenni munu standa fyrir skemmtiatriðum sem endurspegla hugmyndauðgi og skapandi menntun.



Í málstofum í borgarstjórnarsalnum verða erindi og umræður um margvísleg viðfangsefni í skóla- og frístundastarfinu og er hver málstofa tileinkuð einum af sex grunnþáttum menntunar. Þá mun sýningargestum gefast tækifæri til að leika sér og prófa ýmislegt sem börn og unglingar eru að bardúsa með dags daglega.



Fyrsti dagur sýningarinnar, miðvikudaginn 30. apríl, er helgaður sjálfbærni og sjálfbærnimenntun og mun það endurspeglast í dagskrá á sviði og erindum í málstofu sem hefst kl. 13.30. Þá verða kl. 15.00 undirritaðir 30 grenndarsamningar leikskóla og grunnskóla og fá skólarnir þá jafnframt trjáplöntu að gjöf. Grenndarsvæði er grænt svæði í næsta nágrenni skólanna, sem ætlað er sem vettvangur til útináms og leikja.



Meðal skemmtiatriða á sviði miðvikudaginn 30. apríl er söngur leikskólabarna, tónlistarflutningur skólahljómsveitar, leikið verður á hljóðfæri skógarins og verðlaunaatriði úr hæfileikakeppninni Skrekkur verður flutt. Þá munu tvær fjörugar skrúðgöngur fylla Ráðhúsið gleði á milli kl. 14.00 og 15.00.



Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, mun setja sýninguna Skóla- og frístundaborgin Reykjavík kl. 13.00 þann 30. apríl. Hann segir: „Skóla- og frístundastarf er samfélagsverkefni. Þar eiga allir að njóta sömu möguleika til náms og þroska í umhverfi þar sem margbreytileikanum er fagnað. Því hvet ég alla til að kynna sér vel allt það sem börnum okkar og ungmennum er boðið upp á og auðga um leið skóla- og frístundastarfið með lifandi umræðu.

Skóla- og frístundasvið þjónar meira en 21.000 börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra. Hver og ein stofnun sviðsins er lifandi samfélag þar sem sífellt er leitað leiða til að tryggja sem best vellíðan og þroska yngstu borgarbúanna.   

Sjá dagskrá Skóla- og frístundaborgarinnar Reykjavíkur. 

Málstofur

Sjálfbærni, miðvikudag 30. apríl, kl. 13:30-15:00

• Samfélagið í fatahenginu – nýtt verkefni í mótun, Edda Lydía Þorsteinsdóttir, Rauðhóll

• Fjörudagar – Samstarfsverkefni í útinámi, Halla Magnúsd. og Snorri Sigurðsson, Grandaskóli og USK

• Blómin á þakinu – ræktun í frístundastarfi, Gísli Ólafsson, Draumaland

• Grenndarsamningar, Ólafur Oddsson, Skrifstofa SFS (verður á sviði í Tjarnarsal)

Læsi, fimmtudaginn 1. maí, kl. 13:30-15:00

• Vesturbæjarlestur og Ljóðaormur  í Vesturbæ, Margrét Ásgeirsdóttir og Arnheiður Ingimundardóttir, Melaskóli

• Spjaldtölvuverkefni með yngstu börnunum, Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Þjónustumiðstöð Breiðholts

• PALS lestrarþjálfun, Ásdís Hallgrímsdóttir, Ölduselsskóli

• Læsi í hólkvíðum skilningi, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Kampur

• Teiknimyndasögur og læsi, Hafdís G. Hilmarsdóttir, Laugarnesskóli

• Læsisstefna leikskóla, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Skrifstofa SFS

• Nýting spjaldtölva fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, Inga Mjöll Harðardóttir (og Ómar Örn Magnússon), Hagaskóli

 

Lýðræði og mannréttindi, fimmtudaginn 1. maí, kl. 15:00-16:30

• Lýðræði í leikskólastarfi, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Múlaborg

• Reykjavíkurráð ungmenna, fulltrúarúr ungmennaráði, Skrifstofa SFS

• Lýðræðislæsi, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Kampur

• Lýðræðisleg samræða - leið til skilnings og sáttar, Jóhann Björnsson, Réttarholtsskóli

• Okkar mál, Nichole Leight Mosty, Ösp

 

Heilbrigði og velferð, föstudaginn 2. maí, kl. 15:00-16:30

• Mötuneytisþjónusta SFS, Helga Sigurðardóttir og Herborg Svana Hjelm, Skrifstofa SFS

• Vinsamlegt samfélag, Nanna K. Christiansen, Skrifstofa SFS

• Forvarnastefna Reykjavíkur, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Skrifstofa SFS

• Heilsueflandi skóli, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti Landlæknis

 

Jafnrétti, laugardaginn 3. maí, kl. 13:30-15:00

• Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Auður Magndís Auðardóttir, Skrifstofa SFS

• Fræðslustarf Samtakanna 78 í grunnskólum Reykjavíkur, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Samtökin 78

• Sjálfstyrkingarhópur fyrir stelpur í 1.-2. bekk, Unnur Tómasdóttir og Kristín Anna Hermannsdóttir

• Íslenskukennsla  fyrir erlenda leikskólaforeldra, María Reyndal, Ösp

 

Sköpun, laugardaginn 3. maí, kl. 15:00-16:30

• Myndlist í leikskólastarfi, Soffía Þorsteinsdóttir og Daði, Sæborg

• Skrekkur, Markús Heimir Guðmundsson, Hitt húsið

• Að byggja upp skapandi samtal með nemendum?, Jón Thoroddsen, Laugalækjarskóli

• Barnamenning, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Skrifstofa SFS

• Fleiri erindi í undirbúningi en ekki staðfest

 

Dagskrá á sviði

Miðvikudagur, 30. apríl

• Setning hátíðarinnar

• Söngur leikskólabarna á Tjörn

• Setningarhátíð ASSITEJ í Ráðhúsinu, skrúðganga og fjör

• Lifandi listaskrúðganga krakka í frístundastarfi í Frostaskjóli mætir í hús

• Undirritun grenndarsamninga

• Tónlistarflutningur Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts

• Skrekkur – Verðlaunaatriði frá Langholtsskóla



Fimmtudagur, 1. maí

• Samleikur á  fiðlu og píanó, nemendur Tónlistarskóla Grafarvogs

• Strengjasveit yngstu barna úr Tónlistarskóla Grafarvogs

• Upplestur vinningshafa í stóru upplestrarkeppninni, Auður Tiya Pálmadóttir úr Vogaskóla

• Skólahljómsveit Austurbæjar

• Upplestur vinningshafa í stóru upplestrarkeppninni, Arngrímur B. Einarsson úr Kelduskóla

• Stuttmyndasýning



Föstudagur, 2. maí

• Marimbasveit Háaleitisskóla

• Hreyfifærni leikskólabarna í Hagaborg

• Söngur leikskólabarna á Drafnarsteini

• „Dans er líka fyrir stráka“, Hagaskóli, Seljaskóli, Listaháskóli Íslands og Danslistaskóli JSB

• Harmonikkukvintett Tónskóla Eddu Borg

• Stuttmyndasýning

• Píanó- og fiðlunemendur Allegro Suzukitónlistarskólans leika fjölbreytta ördagskrá

• Unglingadeild Söngskólans í Reykjavík

 

Laugardagur, 3. maí

• Upplestur vinningshafa í stóru upplestrarkeppninni, Þórunn Ásta Árnadóttir úr Ölduselsskóla

• Stuttmyndasýning

• Upplestur vinningshafa í stóru upplestrarkeppninni, Róbert Ingi Baldursson úr Rimaskóla

• Atriði úr söngleiknum Hárinu, nemendur í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demtez

• Upplestur vinningshafa í stóru upplestrarkeppninni, Margrét Björgvinsdóttir úr Ölduselsskóla

• Stuttmyndasýning

• Skólahljómsveit Grafarvogs