Háspenna og hitaveita á Hverfisgötu

Umhverfi Framkvæmdir

""

Gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs verður lokað fyrir bílaumferð í fyrramálið (miðvikudag) vegna tenginga háspennustrengs, hitaveitu og snjóbræðslustofna.  Áætlað er að vinnu verði lokið á föstudag.

Í næstu viku verður gata malbikuð og unnið við frágang nærliggjandi gangstétta.



Framkvæmdirnar tengjast endurgerð Hverfisgötu frá Klapparstíg að Vitastíg, en á því svæði hafa allar lagnir verið endurnýjaðar og nú er unnið við yfirborðfrágang.

Nánari upplýsingar um framkvæmdir á Hverfisgötu er að finna  í Framkvæmdasjá: Skoða upplýsingasíðu um Hverfisgötu.