Röskun á skólastarfi í Reykjavík

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með veðri í dag og skoða heimasíður skóla eða önnur skilaboð frá skólanum ef ástæða þykir til að þau sæki börnin í lok skóladags. 

Geisi óveður við lok skóladags mun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins meta hvort óhætt sé að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börnin í lok skóladags. Þá verða gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja sig fram um að hafa samband við foreldra. Við þessar aðstæður verður leitast við að tryggja að börn yfirgefi ekki skólann nema í fylgd foreldra sinna eða annarra forráðamanna.

Í Klébergsskóla á Kjalarnesi var skólahald fellt niður í morgun en þar komst fólk varla á milli húsa. Í Grafarholti, Norðlingaholti og norðanverðum Grafarvogi hefur einnig orðið röskun á skólastarfi þar sem starfsfólk skóla hefur m.a. ekki komist til vinnu.

Sjá viðbrögð við óveðri og röskun á skólastarfi.