Reykjavíkurborg greiðir desemberuppbót til Reykvíkinga sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu

Velferð

""

Flestir sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg hafa þegar fengið greidda desemberuppbót.

Uppbótin var i ár 25% af mánaðarlegri aðstoð. Þetta gildir fyrir þá sem hafa fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu í 3 mánuði eða lengur á árinu en um þúsund einstaklingar fengu desmberuppbót í ár.



Ennfremur var greidd  5. desember sl. 13.133 króna jólauppbót vegna hvers barns á heimilinu en uppbótin nær til um 530 barna í Reykjavík.