Vetrargarður í Breiðholti

Framkvæmdir vegna Vetrargarðs í Breiðholti eru í gangi. Jöfnun og grassáningu neðri hluta Vetrargarðsins var lokið sumarið 2024 og hefur verið unnið að uppfyllingu á efri hlutanum s.l. vetur. Það sem unnið verður árið 2025 er:

• Landmótun og sáningu þess hluta sem ólokið er verður lokið á komandi sumri og verða brekkur Vetrargarðsins þá fullmótaðar og frágengnar með grasi.

• Áformað er að hefja vinnu við jarðvegsskipti og aðrar undirbúningsframkvæmdir við bílastæði neðst á svæðinu haustið 2025.

• Stefnt er að gróðursetningu fyrsta áfanga trjáa fyrir skjólbelti haustið 2025.

• Unnið að hönnun og útboðsgögnum fyrir lyftu og lýsingu.

Árið 2025.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndasafn

Hvað verður gert?

Vetrargarðurinn er hluti af hverfisskipulagi fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt, ásamt leiðbeiningum og tók það formlega gildi vorið 2022. 

Vetrargarðurinn verður framtíðar fjölskyldugarður fyrir vetraríþróttir í Reykjavík auk hjólagarðs á sumrin. Áhersla er áfram á að þjónusta börn og fjölskyldur og að miða starfsemina við byrjendur. Stefnt væri að tryggja samfellda þjónustu og rekstur allan ársins hring en megináhersla garðsins er að stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru meðal borgarbúa. 

Auk aðgengis fyrir almenning er ætlunin að bjóða leik- og grunnskólabörnum á skíði á skólatíma. Skíðafélögin hér á höfuðborgarsvæðinu nýta sér garðinn til æfinga fyrir yngstu kynslóðina. 

Svæðið afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi í austri, íbúðarhverfi við Jakasel í suðri, Breiðholtsbraut í norðri og á athafnasvæði við Jafnasel í vestri. Svæðið liggur í um 99 m hæð yfir sjávarmáli þar sem það er lægst en fer hæst í um 130 m hæð. 

 

Hver koma að verkinu?

Verkefnastjóri

Einar Kristján Stefánsson

Samstarfsverkefni MIR og USK

Verkið er unnið af Suðurlofti ehf í samstarfi við Vegagerðina.
Síðast uppfært 20.05.2025