Vesturbæjarlaug - endurbætur á sánuklefum og viðgerð á laugarkeri

Framkvæmdin felur í sér endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Núverandi sánuklefar og búningsklefar verða fjarlægðir, komið verður fyrir tveimur nýjum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa.
Að auki er unnið í endurgerð á laugarkeri sundlaugar.
Apríl - ágúst 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hvað verður gert?

Framkvæmdasvæðið  er þrískipt. Saunklefinn og afgreiðslusalur er um 150 m2 (brúttó) og sundlaugarkerið er 25 metrar á lengd . Helstu verkþættir eru:

  • Þrír nýir sánuklefar. 
  • Hvíldarrými fyrir framan sánuklefa með sturtum, bekkjum og drykkjarfonti.
  • Ný starfsmannaaðstaða inn af alrými við afgreiðslu sem er þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara.  Auk þess verða lagfærð salerni gesta á sama svæði.
  • Aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. 

Hvernig gengur?

Framkvæmdir í gangi

Áætluð framkvæmdalok við sánuklefana eru um miðjan ágúst.

 

Viðgerð á sundlaugarkeri

Vinna við alhreinsun á sundlaugarkerinu varð mun umfangsmeiri en gert ráð fyrir.  Verið er að hreinsa alla gamla málningu úr laugarkerinu og vinna að múrviðgerðum og endurfiltun sem lýkur með endurmálum á kerinu öllu.

Til að tryggja að framkvæmdin endist lengur inní framtíðina og tryggja að filtum og múrviðgerð fái betri viðloðun var ráðlagt að byggja tímabundið þak yfir kerið svo efnin sem notuð eru fái kjöraðstæður skv. ráðleggingum framleiðanda viðgerðarefnanna.

Samhliða viðgerðum á saunaklefa er verið að setja inn nýja lyftu í afgreiðslusal til að bæta aðgengi fatlaðra og um leið eru gólfefni endurnýjuð og allur salurinn og gangur endurmálaður.

 

Áætluð framkvæmdalok viðgerðar eru um miðjan júlí 2025. 

Einhver frágangsmál verða þó eftir sem verður unnið inní haustið.  

Upphaf framkvæmdar

Framkvæmdin er í útboði og áætlun um að hún hefjist í apríl.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Verktaki

Ari Oddsson ehf.
Síðast uppfært 20.06.2025