Veðurstofureitur - Nýr skúr Geislavarna ríkisins

Verkið felst í byggingu á nýjum skúr Geislavarna ríkisins.
Framkvæmdatími: Desember 2024 - September 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í að byggja nýtt 36 m² hús (skúr) að Bústaðavegi 5A, reit Veðurstofu Íslands,
ásamt því að ganga frá girðingum og lóð í samræmi við útboðsgögn.

Húsið mun hýsa mælibúnað á vegum Geislavarna ríkisins og koma í stað núverandi skúrs Geislavarna austan við hús Veðurstofunnar.

Sökklar og botnplata hússins verða staðsteypt en veggir úr timbri klæddum með steingráu báruáli að utan. Þakið er hefðbundið loftræst timburþak með sömu klæðningu úr báruáli og á veggjum.

Miklar kröfur eru um frágang lóðar. Gerðar eru kröfur um að núverandi gróðurþekja verði endurnýtt og að núverandi tré sem eru á lóðinni verði tekin til hliðar meðan á framkvæmdum stendur og gróðursett á lóðinni í samráði við verkkaupa. Aðkomustígur að húsinu frá aðliggjandi göngustíg verður hellulagður með grassteini. Stálrimlagirðing verður í kringum lóðina með hliði við núverandi stíg.

Hvernig gengur?

September 2025

Verkinu er lokið. Húsið er tilbúið og búið er að ganga frá lóð.

Tæki Geislavarna ríkisins eru komin í rekstur í nýja húsinu og eru samanburðarmælingar í gangi.

Áætlað er að lokaúttekt fari fram í október.

Apríl 2025

Verkið gengur vel. Einhverjar tafir hafa verið vegna uppfærslu smávægilegra atriða í hönnun.

Vinnu við burðarvirki er lokið. Frágangi innanhúss er nánast lokið. Frágangur utanhúss er rúmlega hálfnaður og á eftir að klæða skúr. Það sem stendur eftir er vinna við rafkerfi og frágang lóðar.

Janúar 2025

Búið er að grafa og fleyga fyrir undirstöðum húss. Uppslætti og járnabindingu er lokið. Áætlað er að sökklar geti verið steyptir 16. janúar. Því næst verður gólfplata steypt þegar veður leyfir.

Búið er að smíða veggeiningar á verkstæði sem verða fluttar á verkstað þegar gólfplata er tilbúin og veður leyfir.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Jökull Jónsson

Verktaki

Endurbætur ehf.

Eftirlit framkvæmda

Hnit verkfræðistofa hf.
Síðast uppfært 29.09.2025