Úlfarsfellsvegur - Endurgerð vegar

Um er að ræða endurnýjun á burðarlagi og lögn tvöfaldrar klæðingar (K2) á Úlfarsfellsveg.
Október 2023 - maí 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Úlfarsfellsvegur

Hvað verður gert?

Um er að ræða endurnýjun á burðarlagi og lögn tvöfaldrar klæðingar (K2) á Úlfarsfellsveg. Breikka þarf veg á nokkrum stöðum. Djúpfræsa skal núverandi yfirborð vegar sem er að stærstum hluta klætt með úthefluðu fræsi og yfirborð vegar síðan heflað og þjappað. Þá skal jafna út 50 mm þykku lagi af mulningi (0-25 mm) og að lokum skal leggja tvöfalda klæðingu á veginn, yfirborðsmerkja hann og koma fyrir kantstikum í vegköntum.

Helstu magntölur eru:

  • Djúpfræsun                                          17.700 m2
  • Afrétting og þjöppun undir klæðningu  17.700 m2
  • Grúsarfylling                                             700 m3
  • Mulningur 0 – 25 mm                          17.700 m2
  • Tvöföld klæðing (K2)                           17.150 m2
  • Yfirborðsmerkingar                               8.175 m
  • Kantstikur                                                108 stk
     

Hvernig gengur?

Desember 2023

Búið er að klæða veginn en vinna við kantstikur og yfirborðsmerkingar verður framkvæmd vorið 2024 þegar veður leyfir.

Október 2023

Búið er að djúpfræsa veginn og verið er að hefla og bera mulning í hann.  Gert er ráð fyrir að þessum hluta verksins ljúki í þessari viku og hann verði klæddur í kjölfarið.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri

Rúnar Gísli Valdimarsson

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Verktaki

Þjótandi ehf.
Síðast uppfært 12.03.2024