Réttarholtsskóli – Endurbætur A - álmu

Endurbætur á A - álmu í Réttarholtsskóla.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hvað verður gert?

Farið verður í heildar endurgerð A álmu eins og hefur verið gert í B og C álmum. Í álmunni eru þrjár kennslustofur ásamt eldhúsi sem framleiðir mat fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Framkvæmdir hefjast vorið 2025 og áætlað er að verklok verði um áramótin 2025/26 og kennsla muni hefjast í janúar 2026.

Niðurstöður úr úttektarskýrslu Eflu í C álmu hafa verið leiðbeinandi í endurgerð fyrir allar lágbyggingar skólans A, B og C.
Eins og komið hefur fram þá er endurgerð lokið í C og B álmu og einnig í tengigangi milli álmanna. Sjá má skýrsluna í fylgigögnum.
 
Næstu skref, farin er af stað vinna ráðgjafa í að velja nýja glugga í skólann. Einnig verður skoðað hvort farið verður í endurnýjun útveggjaklæðningu á aðalbyggingu samhliða endurnýjun glugga. 
 
Hönnun drenlagna umhverfis aðalbyggingu er hafin og stefnt er á að sú vinna hefjist sem fyrst.

Hvernig gengur?

Staða framkvæmdar, verklok janúar 2026

8. janúar 2025
Byrjað að færa búnað úr A álmu yfir í lausar kennslustofur. Undirbúningur á hönnun og vinnu iðnaðarmanna hafinn. 
 
10. maí 2025
Verið er að klára að fjarlægja allt byggingarefni innanhúss og uppbygging að hefjast á útveggjum og frárennslislögnum.
Vinna við endurnýjun þaks ásamt burðavirki hefst um miðbik sumars.
 
10. ágúst 2025
Uppbygging er samkv áætlun Eflu og framkvæmdir ganga vel. Endurnýjun eldhúss skólans verður lokið 29. sept. 
 
25. nóvember 2025
Framkvæmdir eru á áætlun iðnaðarmenn að klára lagnavinnu ofan við loftaklæðningu áður en loft verður klætt. 
Búið að flota gólf undit dúk og málarar byrjaðir að mála veggi.
 
 

Hver koma að verkinu?

Verkefnastjóri - nýbyggingar

Hornsteinar ehf arkitektar

Eftirlit Efla verkfræðistofa

Loftræsing Efla verkfræðistofa

Raflagnahönnun Tensio

Lagnahönnun Varmboði ehf

Fagafl ehf

Straumkul ehf

SG dúkari ehf

HIH málun ehf

Húsalagnir ehf

Síðast uppfært 25.11.2025