Öskjuhlíð - Perlufestin

Um er að ræða útivistar- og upplifunarstíg sem liggur umhverfis Perluna í Öskjuhlíð. Hugmyndin byggir á vinningstillögu Landslags í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar sem haldin var árið 2013.
2021 - 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkefnið hófst árið 2020 með lagningu nýs tengistígar frá Flugvallavegi í suður að Perlunni. Sá stígur var hugsaður sem bætt aðgengi og tenging við miðborgina, m.a. strætóleiðir, sjá nánar á yfirlitsmynd. Í næstu áföngum verksins er gert ráð fyrir að leggja nýjan stíg, tæplega 1,5 km langan, sem liggur eftir 50 m hæðarlínu umhverfis Perluna. Stígurinn verður lagður með breytilegum yfirborðsefnum en lögð áhersla á íslenskan efnivið m.a. íslenskt grágrýti og íslenskt greni. Meðfram stígnum verða útbúnir áningarstaðir á völdum svæðum þar sem m.a. er gert ráð fyrir upplýsingaskiltum tengt umhverfi, minjum og sögu Öskjuhlíðar. 

Hvernig gengur?

Júní 2023

Vinna við áfanga 3 og 4 fer fram sumarið 2023

Júní 2022

Framkvæmdir hefjast við jarðvinnu og stígagerð

Október 2021

Hönnun og áætlunargerð hefst

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar

Magnús Bjarklind

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Magnús Bjarklind

Verktaki

Alma Verk ehf.

Hönnun

Landslag ehf.

Eftirlit

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsmaður

Stefán Ingi Björnsson

Ábyrgðarmaður vinnusvæðamerkinga

Alfreð Gunnarsson Baarregaard
Síðast uppfært 12.03.2024