No translated content text
Leikskólinn Suðurborg, endurgerð lóðar 2023, 1. áfangi
Leikskólinn Suðurborg, endurgerð lóðar 2023, 1.áfangi - myndir
Hvað verður gert?
Verkið snýr að endurgerð á lóð leikskólans Suðurborgar við Suðurhóla 19, 111 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á vesturhluta leikskólalóðar en það svæði er u.þ.b 1800 m² að stærð. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki. Um er að ræða fyrri áfanga af tveimur.
Hvernig gengur?
Desember
Síðasti verkliður. Bíða þurfti eftir sérpöntuðum kösturum, settir upp í byrjun desember. Verki lokið.
Nóvember
Lokafrágangur og tiltekt á lóð og afnotasvæði verktaka.
Október
Grindverki á vestur og suðurlóðarmörkum lóðarinnar auk þess að hefja annan frágang á svæði. Lampar settir upp.
September
Vinna við uppsetningu á leiktækjum og lagning á gervigrasi, uppsetning hjóla- og vagnaskýli, tröppum við aðalhlið skipt út.
Ágúst
Yfirborðsfrágangur heldur áfram, stígur steyptur. Hellulögn við aðalleiksvæði. smíðavinna, timburbekkur og grindverk.
Júní og Júlí
Jöfnun og landmótun lóðar, niðurföll og drenlagnir lagðar ásamt raflögnum, ljósastaurar reistir.
Maí
Aðstöðusköpun verktaka. Upprif á lóð ásamt greftri og fyllingum. Umframjarðvegi ekið burt.