No translated content text
Hvassaleitisskóli – endurbætur
Nýjum gangaveggjum verður komið fyrir ásamt, gólfhita, málun og nýjum gólfdúk.
Myndasafn
Hvað verður gert?
Endurnýjun 2023 í skólahúsnæði felst í endurnýjun á 2. hæð norðurálmu.
Skrifstofa og kennarastofa
Hönnunargögn liggja fyrir frá arkitekt og Mannviti.
Áætlað er að byrja endurnýjun þegar framkvæmdir við kennsluálmur norður/suður er lýkur, rýmið notað á meðan sem bráðabirgða kennsluaðstaða vegna endurnýjunar á 2. hæð norður og fleira ef þarf.
Norðurálma
- 2. hæð
Vinna við endurnýjun vel á veg komin, 3 kennslustofur verða endurnýjaðar, stofurnar verða kennsluhæfar jól/áramót 2023. - Verið að endurnýja gólfefni og mála stofurnar í nýrri hlutanum. Ein stofan fer í notkun í þessari viku.
- 1. hæð
Endurnýjun á tveimur kennslustofum og gangi er lokið.
Eftir er kennslueldhús (þarf að fara í hönnun og í umsögn hjá SFS, er þar á verkefnalista) er á áætlun.
Suðurálma
- Lokið er endurnýjun á frístundaherbergi, skrifstofu og gangi hæð, framhald verður á endurnýjun á skólastofum 1. hæðar þegar endurnýjun norðurálmu er lokið.
- Vinna á 2. hæð hefst þegar endurnýjun á 1. hæð er lokið (haustið/ áramót, 23/24).
Íþróttasalur
- Endurnýjun á hljóðvist í íþróttasal er lokið salurinn málaður og fleira.
Utanhúss
- Endurnýjun á þaki íþróttahúss og norðurálmu er lokið, kláraðist í sumar.
- Búið að gera útboðsgögn fyrir viðgerð/endurnýjun glugga norður og suðurálmu (komið í viðhaldsferli hjá SFV).
Almennt
Efla hefur séð um gerð útboðsgagna og sinnt eftirliti og ráðgjöf.
Vinna við annað viðhald í skólanum er í stöðugu ferli hjá fasteignastjóra.
Hvernig gengur?
Staða framkvæmdar
Staða framkvæmdar er á áætlun og er gert ráð fyrir að framkvæmdum 2.hæðar ljúki vorið 2024.
Hver koma að verkinu?
Eftirlit og hönnun
Hornsteinar arkitektar
Verktakar
Bortækni ehf.
Aðrir verktakar eru þjónustuverktakar Reykjavíkurborgar.