Hlíð Sólhlíð – Endurgerð húsnæðis

Verkið felst í heildar endurnýjun á húsnæði Hlíð- Sólhlíð leikskóla. Verkefnið fellur undir átaksverkefni í viðhaldi, þar sem áhersla er á innivist. Verkefnið felur í sér breytingu á innra skipulagi svo húsnæðið henti betur fyrir starfsemi leikskóla í samræmi við nútíma kennsluhætti
2023-2025
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Húsið fer í allsherjar viðhald og endurgerð. Rif innanhúss á rakaskemmdum og úr sér gengnum byggingaefnum og gömlum lögnum.  Forskalaðir veggir opnaðir og rifnir. Sett nýtt dren kringum húsið. Allar vatnslagnir endurnýjaðar- dren, regnvatn, frárennsli, neysluvatn.  Allar raflagnir endurnýjaðar. Gert við sprungur í útvegg. Gluggar endurnýjaðir. Húsið verður einangrað og klætt að utan. 

 

  • Miklar rakaskemmdir með tilheyrandi örveru vexti (meðal annars myglugró) komu í ljós við skoðun sérfræðinga á sviði innivistar.
  • Útveggjasteypa er byrjuð að súrna og því kominn tími á að verja hana með loftræstri klæðingu
  • Við nánari skoðun og opnun byggingarhluta varð ljóst að vandamálið er ekki eingöngu bundið við yfirborðsfrágangsefni heldur er örveruvöxtur komin í forskalaða útveggi og súra steypan er komin að hættumörkum varðandi niðurbrot og styrk.
  • Til að lágmarka áhættu á að viðgerð misheppnist er talið öruggast að endurnýja alla byggingarhluta sem grunur er um að séu mengaðir af örveruvexti/myglu og hreinsa alla aðra byggingarhluta sem eru hluti af hráhúsinu (steypa og burðarvirki)

Hvernig gengur?

Framkvæmdir

Unnið er að niðurrifi að innan

Nýjar drenlagnir eru í vinnslu

hönnun á klæðningu og innra skipulagi eru á lokametrum

Hver koma að verkinu?

Reykjavíkurborg

Verkkaupi

Noland Arkitektar

Hönnun útlits og innra skipulags

Verksýn

Samræming og teikning séruppdrátta
byggingarfræðingar og eftirlit framkvæmda

Efla

Lagnahönnun Byggingareðlisfræði kostnaðaráætlun
Síðast uppfært 03.04.2024