Hlíð, Sólhlíð – Endurgerð húsnæðis

Upplýsingasíða vegna yfirstandandi framkvæmda við leikskólann Hlíð, Sólhlíð, Engihlíð 6-8.
2023-2027
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Um er að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd þar sem til stendur meðal annars að einangra húsið að utan, setja múrklæðningu á það og laga sprungur í útveggjum. Nýir gluggar eru komnir í húsið en skipta á um útihurðir. Innandyra þarf að spartla og mála veggi auk þess að endurnýja gólfefni og setja upp innréttingar og hurðir. Skipta skal út öllum fráveitulögnum, neysluvatnskerfi og hitakerfi. Sett verður loftræsikerfi með nýjum brunalokum og loftstokkum. Gólfhita og snjóbræðslu verður bætt við þar sem á við. Raflögnum, tenglum og lýsingu verður skipt út og ljósastýringarkerfi verður innleitt ásamt því að uppfæra brunaviðvörunarkerfi. Aðgangsstýringu verður bætt við.

Hvernig gengur?

Janúar 2026

Verktaki vinnur að aðstöðusköpun og framkvæmdir hefjast.

Desember 2025

Undirbúningur framkvæmdar hefst með uppsetningu verkaðstöðu verktaka.

Nóvember 2025

Tilboð lægstbjóðanda var endanlega samþykkt þann 12. nóvember 2025.

Startfundur var haldinn í mánuðinum og farið var yfir komandi framkvæmd.

Byggingaráform hafa þegar verið samþykkt af byggingarfulltrúa, nú þarf að skrá byggingarstjóra og iðnmeistara í byggingarframkvæmdinni svo hægt sé að fá byggingarleyfi. Þegar byggingarleyfi er útgefið er hægt að hefja framkvæmdir.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Aðalverktaki

K16 ehf

Byggingarstjórn og verkeftirlit

Cowi Ísland ehf

Hönnuðir

Noland Arkitektar
- Hönnunarstjórn og arkitekt
Efla Verkfræðistofa
- Burðarvirki, Lagnir
Hildiberg hönnunarhús
- Rafkerfi
Blikksmiðurinn
- Loftræsikerfi
Landmótun
- Landslagsarkitekt
Örugg verkfræðistofa
- Brunahönnun
Síðast uppfært 21.01.2026