Héðinsreitur (Vesturvin) - Yfirborðsfrágangur 2025
Myndir
Hvað verður gert?
Verkið felst í yfirborðsfrágangi á Héðinsreit eða Vesturvin eins og uppbyggingarreiturinn er einnig kallaður.
Framkvæmdasvæðið er að mestu framan við Mýrargötu 41 og 43 en einnig frágangur á götukanti og gróðurbeðum framan við Ánanaust 1 og 3. Verkið felst að mestu í hellulögn á nýjum stígum ásamt gerð gróðurbeða og uppsetningu ljósastólpa.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Verkið gengur ágætlega og er fimmtungi útboðsverks lokið. Nýjum myndum af verksvæðinu sem teknar voru 26. nóvember hefur verið bætt inn á síðuna.
Búið er að setja út nýjan forsteyptan kant í hringtorg og verið er að vinna í nýjum kanti meðfram Ánanaustum. Einnig er vinna við að koma fyrir tilsöguðu grágrýti milli hellulagnar og gróðurbeðs vel á veg komin.
Verktaki mun leggja áherslu á að komast sem lengst með hellulögn framan við Mýrargötu 43 fyrir jól.
September 2025
Verktaki er að koma sér í stellingar. Búið er að panta tilhoggið grágrýti sem nota á í yfirborðsfrágang. Áætlað er að komast langt í yfirborðsfrágangi í október.
Vonast er til að ná að gróðursetja fyrir veturinn. Gróður samanstendur af japanskvisti, silfurblaði og eini ásamt úthagagrasi.
Búið er að panta stálgrindarbekki með viðarklæðningu frá skandinavíska götugagnaframleiðandanum Vestre.
Júní 2025
Reykjavíkurborg hefur samið við Kröflu ehf. sem verktaka framkvæmda. Það er sami verktaki og sér um yfirborðsfrágang fyrir lóðarhafa og sá sami og sá um yfirborðsfrágang í borgarlandi í kringum uppbyggingarreitinn í fyrra. Verkfræðistofa Reykjavíkur verður áfram með eftirlit með framkvæmdaverki.
Áætlað er að famkvæmdir hefjist á næstu vikum að einhverju leiti, má þar nefna útsetningu á nýjum götukanti. Áætlað er svo að fara á fullt í frágang í ágúst og september.