No translated content text
Hálsaskógur - Hálsaborg - endurgerð
Aðaluppdrættir
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss sem og á þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt hurða- og gluggaísetningu.
Húsið er endurhannað með tilliti til nútíma kennsluhátta og aðstöðu fyrir kennara og starfsfólk.
Endurhönnun og endurgerð verður Svansvottuð sem styður við græna stefnu Reykjavíkurborgar.
Áhersla lögð á umhverfisvænt efnisval og bætta orkunýtingu.
Frágangur að innan felst í uppsetningu inniveggja, hurða, loftaklæðningar, innréttinga og loftræsingar ásamt öðrum húskerfum.
Raf- og neysluvatnslagnir verður endurnýjaður og gólfhita komið fyrir.
Hvernig gengur?
Október 2024
Steypt hefur verið upphækkun fyrir þak og þrengingar á hurðum.
Unnið er í uppbyggingu á nýju þaki, uppsetning burðarbita og þakklæðningu.
Verið er að vinna að frágangi utan húss, s.s. lagnir í jörðu ásamt brunnum og frágangi við sökkul.
Steypt og lokað hefur verið fyrir lagnir innanhúss.
September 2024
Verktaki hefur hafið niðurrif og förgun á þaki og brotið fyrir lögnum sem og lagt frárennslislagnir.
Hellur og annað á lóð hefur verið fjarlægt vegna vinnu við lagnir utanhúss.
Ágúst 2024
Samið hefur verið við K16 um aðalverktöku- Startfundur verkefnis hefur verið haldinn, næst á dagskrá er aðstöðusköpun og undirbúningur þess að hefja framkvæmdir við endurnýjun leikskólans.
Maí 2024
Útboðsgögn birt og opnun útboðs.
Vinna við yfirferð útboða sem mun leiða til samninga við lægstbjóðenda sem stenst kröfur útboðsgagna.
Áæltað er að framkvæmdir hefjist í sumar, áætluð verklok framkvæmdar er sumarið 2025.
Í lok framkvæmdar fer fram virkniprófanir á kerfum, öryggis- og lokaúttektir ásamt flutningum. Áætlaður tími er um 1-2 mánuðir.
Janúar 2024
Útboðs og hönnunargögn tilbúin til útboðs
Beðið fjárheimildar
Desember 2023
Hönnunargögn í lokavinnslu fyrir útboð.
Apríl 2023
Niðurrif innanhús lokið
Febrúar 2023
Frumathugun, undirbúningur og hönnunarferli hefst.