Hálsaskógur - Hálsaborg - endurgerð

Húsnæði leikskólans Hálsaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
vetur 2023 – haust 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss sem og á þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt hurða- og gluggaísetningu. 

Húsið er endurhannað með tilliti til nútíma kennsluhátta og aðstöðu fyrir kennara og starfsfólk.

Endurhönnun og endurgerð verður Svansvottuð sem styður við græna stefnu Reykjavíkurborgar.

Áhersla lögð á umhverfisvænt efnisval og bætta orkunýtingu.

Frágangur að innan felst í uppsetningu inniveggja, hurða, loftaklæðningar, innréttinga og loftræsingar ásamt öðrum húskerfum.

Raf- og neysluvatnslagnir verður endurnýjaður og gólfhita komið fyrir. 

Hvernig gengur?

Febrúar 2025

Burðarviki:
Verktaki hefur klárað rakasperrur og frágang á þaki.
Lagnir:
Verktaki hefur lagt gólfhitalagnir og þrýstiprófað lagnir.
Verktaki vinnur að lögnum í milliveggjum og deilikistur.
Rafkerfi:
Verktaki vinnur að lögnum í milliveggjum og fræsa í útveggi fyrir lögnum.
Frágangur innanhúss:
Verktaki hefur flotað og er í uppbyggingu innveggja og brunaskil milli brunahólf
Frágangur utanhúss:
Verktaki hefur fjarlægt glugga og er í uppsetningu glugga og hurað.

Janúar 2025

Burðarviki:
Verktaki hefur byggt upp nýtt þak og gustlokað húsinu. Verktaktaki og rakavarnarfulltrúi verkkaupa
hafa fylgst með raka í þaki.
Lagnir:
Verktaki hefur komið bráðabirgðahita á húsið með blásurum.
Verktaki er að fræsa fyrir gólfhitalögnum.
Rafkerfi:
Frágangur innanhúss:
Verktaki hefur merkt fyrir innveggjum og er að einangra þak.
Frágangur utanhúss:
Verktaki er að járna þak og setja flasningar.

Nóv - Desember 2024

Verktaki hefur lagt sperrur á þak og hann er byrjaður að klæða.
Verktaki hefur gustlokað húsi.

Verktaki hefur lagt frárennslislagnir í plötu og lagnir úti.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Aðalverktaki

K16 ehf

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís Verkfræðistofa
Síðast uppfært 31.03.2025