Hálsaskógur - Hálsaborg - endurgerð

Húsnæði leikskólans Hálsaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
vetur 2023 – haust 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss sem og á þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt hurða- og gluggaísetningu. 

Húsið er endurhannað með tilliti til nútíma kennsluhátta og aðstöðu fyrir kennara og starfsfólk.

Endurhönnun og endurgerð verður Svansvottuð sem styður við græna stefnu Reykjavíkurborgar.

Áhersla lögð á umhverfisvænt efnisval og bætta orkunýtingu.

Frágangur að innan felst í uppsetningu inniveggja, hurða, loftaklæðningar, innréttinga og loftræsingar ásamt öðrum húskerfum.

Raf- og neysluvatnslagnir verður endurnýjaður og gólfhita komið fyrir. 

Hvernig gengur?

Nóvember 2025

Unnið er að undirbúningi loka-og öryggisúttektar Byggingarfulltrúa og slökkviliðs- sem fram fer í lok nóvember.

samhliða því eru skilað inn lokagögnum vegna Svansvottunar- þar á meðal eru loftgæðamælingar, stillingar loftræsikerfis hita og lýsingar  ásamt staðfesting á góðri hljóðvist.

Að þessi loknu tekur leikskólasvið við húsinu og gengur frá húsgögnum og kennslubúnaði. 

September - Október 2025

Byggingarframkvæmdir eru á lokastigi og góð framvinda hefur verið í verkinu.

Innanhúss

Innréttingar hafa verið settar upp og málningarvinnu er lokið að mestu. Lagnir eru fullkláraðar með öllum klósettum og vöskum uppsettum. Rafkerfi er nánast tilbúið – aðaltafla og netkerfi eru tengd og unnið er að lokafrágangi á ljósum, öryggiskerfi og brunalokum.

Stokkar loftræsikerfis eru komnir upp og smíði á hlerum er í gangi.

Utanhúss

Klæðning hússins er langt komin og vinnu við flasninga og frágangi á göflum miðar vel áfram. Á lóð er unnið að hellulagningu á norður- og austurhlið og snjóbræðslulagnir eru komnar.

Girðing og hlið eru tilbúin á verkstæði og verða sett upp á næstunni.

Næstu skref

Úttektir á lögnum, rafkerfi og loftræsingu eru áætlaðar í október og nóvember. Áætlað er að öryggis- og lokaúttekt fari fram í desember.

Ágúst 2025

Lagnir:
Verktaki hefur lagt tengikistur, er að klára hitagrind og byrjaður á uppsetningu hreinlætistækja.
Rafkerfi:
Verktaki hefur brunaþéttað, og er að tengja ljós og öryggiskerfi. hefur lokið við að setja tengla,
rofa og hefur sett upp nýja aðaltöflu.
Frágangur innanhúss:
Málningar- flísavinna, dúklagning og kerfisloft langt komin.
Loftræsing:
Samstæður komnar upp og uppsetning lagna, lofttúða og stokka í gangi.
Frágangur utanhúss:
Verktaki er að klæða húsið að utan.
Lóðarfrágangur:
Verktaki hefur lagt snjóbræðslu og hellulagt að sunnanverður og er að vinna í lóð að
norðanverðu.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Aðalverktaki

K16 ehf

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís Verkfræðistofa
Síðast uppfært 12.11.2025