Hálsaskógur - Hálsaborg - endurgerð
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss sem og á þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt hurða- og gluggaísetningu.
Húsið er endurhannað með tilliti til nútíma kennsluhátta og aðstöðu fyrir kennara og starfsfólk.
Endurhönnun og endurgerð verður Svansvottuð sem styður við græna stefnu Reykjavíkurborgar.
Áhersla lögð á umhverfisvænt efnisval og bætta orkunýtingu.
Frágangur að innan felst í uppsetningu inniveggja, hurða, loftaklæðningar, innréttinga og loftræsingar ásamt öðrum húskerfum.
Raf- og neysluvatnslagnir verður endurnýjaður og gólfhita komið fyrir.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Unnið er að undirbúningi loka-og öryggisúttektar Byggingarfulltrúa og slökkviliðs- sem fram fer í lok nóvember.
samhliða því eru skilað inn lokagögnum vegna Svansvottunar- þar á meðal eru loftgæðamælingar, stillingar loftræsikerfis hita og lýsingar ásamt staðfesting á góðri hljóðvist.
Að þessi loknu tekur leikskólasvið við húsinu og gengur frá húsgögnum og kennslubúnaði.
September - Október 2025
Byggingarframkvæmdir eru á lokastigi og góð framvinda hefur verið í verkinu.
Innanhúss
Innréttingar hafa verið settar upp og málningarvinnu er lokið að mestu. Lagnir eru fullkláraðar með öllum klósettum og vöskum uppsettum. Rafkerfi er nánast tilbúið – aðaltafla og netkerfi eru tengd og unnið er að lokafrágangi á ljósum, öryggiskerfi og brunalokum.
Stokkar loftræsikerfis eru komnir upp og smíði á hlerum er í gangi.
Utanhúss
Klæðning hússins er langt komin og vinnu við flasninga og frágangi á göflum miðar vel áfram. Á lóð er unnið að hellulagningu á norður- og austurhlið og snjóbræðslulagnir eru komnar.
Girðing og hlið eru tilbúin á verkstæði og verða sett upp á næstunni.
Næstu skref
Úttektir á lögnum, rafkerfi og loftræsingu eru áætlaðar í október og nóvember. Áætlað er að öryggis- og lokaúttekt fari fram í desember.
Ágúst 2025
Lagnir:
Verktaki hefur lagt tengikistur, er að klára hitagrind og byrjaður á uppsetningu hreinlætistækja.
Rafkerfi:
Verktaki hefur brunaþéttað, og er að tengja ljós og öryggiskerfi. hefur lokið við að setja tengla,
rofa og hefur sett upp nýja aðaltöflu.
Frágangur innanhúss:
Málningar- flísavinna, dúklagning og kerfisloft langt komin.
Loftræsing:
Samstæður komnar upp og uppsetning lagna, lofttúða og stokka í gangi.
Frágangur utanhúss:
Verktaki er að klæða húsið að utan.
Lóðarfrágangur:
Verktaki hefur lagt snjóbræðslu og hellulagt að sunnanverður og er að vinna í lóð að
norðanverðu.
Júní - júlí 2025
Burðarvirki
Verktaki hefur klárað vinnu við þaksperrur og frágang á þaki og stálvirki
Lagnir
Verktaki er að klára hitagrind og lagnir í veggjum.
Verktaki er að klára vinnu við tengikistur.
Rafkerfi
Verktaki hefur lokið við að setja upp tengla og rofa og hefur sett upp nýja aðaltöflu.
Frágangur innanhúss
Málningarvinna hófst og var málningar- og flísavinna langt á veg komin í lok júlí.
Loftræsing
Hafist var handa við uppsetningu loftræsilagna í júní. Samstæður eru komnar á tilætluðum stað og uppsetning lagna og stokka í gangi.
Frágangur utanhúss
Í júní og júlí hefur verktaki sett upp leiðara fyrir klæðningu og hefur hafist handa við að klæða húsið að utan.
Apríl - maí 2025
Burðarvirki:
Unnið hefur verið markvisst að frágangi á þakvirkis. Í apríl lauk verktaki við rakasperrur og kláraði frágang á bæði þaki og stálvirki.
Lagnir:
Í apríl var unnið að tengikistum og lögnum í veggjum og þeirri vinnu var lokið í maí.
Rafkerfi:
Í apríl var unnið að fræsingu fyrir raflagnir í útveggjum og lagningu í milliveggi. Einnig voru rafmagnsbakkar settir upp í alla veggi. Í maí var hafist handa við að draga í og setja upp aðaltöflu.
Frágangur innanhúss:
Innanhússframkvæmdir gengu vel. Í apríl fór fram uppbygging innveggja, frágangur glugga og múrverk á útveggi. Í maí hófst málningarvinna.
Loftræsing:
Í apríl var loftræsing í undirbúningsfasa, en í maí bárust loftræstisamstæður til landsins og er uppsetning þeirra á dagskrá.
Frágangur utanhúss:
Í apríl lauk verktaki við uppsetningu allra glugga og útihurða, auk þess sem einangrun á langveggjum var kláruð. Í maí var einangrun á öðrum hluta útveggja unnin áfram.
Mars 2025
Lagnir:
Verktaki vinnur að lögnum í milliveggjum og deilikistur.
Verktaki hefur þrýstiprófað lagnir í miðrými hússins.
Frágangur utanhúss:
Verktaki sett upp alla glugga og útihurðir.
Febrúar 2025
Burðarviki:
Verktaki hefur klárað rakasperrur og frágang á þaki.
Lagnir:
Verktaki hefur lagt gólfhitalagnir og þrýstiprófað lagnir.
Verktaki vinnur að lögnum í milliveggjum og deilikistur.
Rafkerfi:
Verktaki vinnur að lögnum í milliveggjum og fræsa í útveggi fyrir lögnum.
Frágangur innanhúss:
Verktaki hefur flotað og er í uppbyggingu innveggja og brunaskil milli brunahólf
Frágangur utanhúss:
Verktaki hefur fjarlægt glugga og er í uppsetningu glugga og hurð.
Janúar 2025
Burðarviki:
Verktaki hefur byggt upp nýtt þak og gustlokað húsinu. Verktaktaki og rakavarnarfulltrúi verkkaupa
hafa fylgst með raka í þaki.
Lagnir:
Verktaki hefur komið bráðabirgðahita á húsið með blásurum.
Verktaki er að fræsa fyrir gólfhitalögnum.
Rafkerfi:
Frágangur innanhúss:
Verktaki hefur merkt fyrir innveggjum og er að einangra þak.
Frágangur utanhúss:
Verktaki er að járna þak og setja flasningar.
Nóvember - desember 2024
Verktaki hefur lagt sperrur á þak og hann er byrjaður að klæða.
Verktaki hefur gustlokað húsi.
Verktaki hefur lagt frárennslislagnir í plötu og lagnir úti.
Október 2024
Steypt hefur verið upphækkun fyrir þak og þrengingar á hurðum.
Unnið er í uppbyggingu á nýju þaki, uppsetning burðarbita og þakklæðningu.
Verið er að vinna að frágangi utan húss, s.s. lagnir í jörðu ásamt brunnum og frágangi við sökkul.
Steypt og lokað hefur verið fyrir lagnir innanhúss.
September 2024
Verktaki hefur hafið niðurrif og förgun á þaki og brotið fyrir lögnum sem og lagt frárennslislagnir.
Hellur og annað á lóð hefur verið fjarlægt vegna vinnu við lagnir utanhúss.
Ágúst 2024
Samið hefur verið við K16 um aðalverktöku. Startfundur verkefnis hefur verið haldinn, næst á dagskrá er aðstöðusköpun og undirbúningur þess að hefja framkvæmdir við endurnýjun leikskólans.
Maí 2024
Útboðsgögn birt og opnun útboðs.
Vinna við yfirferð útboða sem mun leiða til samninga við lægstbjóðanda sem stenst kröfur útboðsgagna.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist í sumar, áætluð verklok framkvæmdar er sumarið 2025.
Í lok framkvæmdar fer fram virkniprófanir á kerfum, öryggis- og lokaúttektir ásamt flutningum. Áætlaður tími er um 1-2 mánuðir.
Janúar 2024
Útboðs og hönnunargögn tilbúin til útboðs
Beðið fjárheimildar
Desember 2023
Hönnunargögn í lokavinnslu fyrir útboð.
Apríl 2023
Niðurrif innanhús lokið
Febrúar 2023
Frumathugun, undirbúningur og hönnunarferli hefst.