Fífuborg - endurnýjun og viðbygging

Framkvæmdin felst í uppbyggingu nýrrar 20 m2 viðbyggingar sem notuð verður sem stækkun á fataklefa og anddyri, innanhúss breytingum, lagningu nýrrar loftræsingar og snjóbræðslu auk þak- og gluggaskipta. Einnig verður bætt við björgunaropi á allar deildir leikskólans.
Haust 2023 - Sumar 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir af framkvæmdum

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í uppbyggingu nýrrar 20 m2 viðbyggingar sem notuð verður sem stækkun á fataklefa og anddyri. Deild elstu barna mun færast í stóra kubb og mun starfsmanna rými alfarið færast í litla kubb.

Samhliða innanhússbreytingum verður sett upp loftræsting í allt húsnæðið og snjóbræðsla lögð í kringum alla bygginguna. 

Öll byggingin verður endurklædd og einangrun þykkt í stóra kubb. Samhliða verður skipt um þak á báðum húsum og alla glugga. Einnig verður björgunaropi bætt við á allar deildir leikskólans. 

Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum á bygginguna. Fífuborg verður ein af fyrstu byggingum borgarinnar til að hljóta þessa vottun. 

Hvernig gengur?

Maí - júní 2024

Unnið í leifum og framkvæmdum lýkur. 

Apríl 2024

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Litli kubbur:

  • Unnið í lokafrágangi innanhúss. 
  • Unnið í utanhússklæðningu

Stóri kubbur:

  • Unnið í lokafrágangi innanhúss. 
  • Unnið í utanhússklæðningu

Viðbygging

  • Unnið í lokafrágangi.

Frágangur lóðar:

  • Unnið í frágangi meðfram húsi. 

Mars 2024

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Litli kubbur:

  • Pípulagningavinna langt komin og þrýstiprófun lokið
  • Spörslun og málun lokið
  • Unnið í loftræstingu
  • Unnið í flísa- og í dúkalögn
  • Unnið í þakfrágangi
  • Unnið í utanhússklæðningu

Stóri kubbur:

  • Unnið í brunaþéttingum
  • Unnið í klæðning utanhúss
  • Unnið í útskotsgluggum. 
  • Unnið í lokafrágangi

Viðbygging

  • Unnið í lokafrágangi
  • Uppsetning fatahólfa

Frágangur lóðar:

  • Unnið í frágangi meðfram húsi. 

Hver koma að verkinu?

Sólveig Björk Ingimarsdóttir

Verkefnastjóri nýbygginga

Héðinn Kristinsson

Fasteignastjóri

Ólafur Már Lárusson

Eftirlit Verkís

Þórey Edda Elísdóttir

Eftirlit Verkís

Fortis ehf.

Aðalverktaki
Síðast uppfært 07.08.2024