No translated content text
Esjumelar, Norðurgrafarvegur og Bronsslétta - Gatnagerð og lagnir
Esjumelar framkvæmd
Hvað verður gert?
Fullnaðarfrágangur götulýsingar og heimæða aðliggjandi lóða er einnig hluti verksins. Verktaki skal rífa núverandi yfirborð í hluta götustæða, jarðvegsskipta undir nýjum götum, leggja stofnlagnir í götustæði og stígstæði, ganga frá yfirborði með púkkmulningi undir eitt lag af malbiki sem verður neðra malbikslag við endanlegan frágang yfirborðs.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Rif og förgun á malbiki á hlutasvæðum.
- Niðurtekt og enduruppsetning götuskilta og ljósastaura.
- Uppgreftri fyrir götustæðum.
- Fullnaðarfrágangur fyllinga undir nýjar götur, göngustíga og hjólastíga.
- Fullnaðarfrágangur stofnlagna ofanvatns, skólps og vatns í götustæði.
- Fullnaðarfrágangur stofnlagna hitaveitu, rafveitu, Mílu og Ljósleiðarans.
- Fullnaðarfrágangur heimæða að aðliggjandi lóðum.
- Fullnaðarfrágangur púkklags ofan á nýja fyllingu undir malbik.
- Fullnaðarfrágangur á neðra malbikslagi ofan á púkkmulning í götustæðum.
Hvernig gengur?
Júní 2024
Verkfasi 2 felst í jarðvegsskiptum við að grafa fyrir nýjum götum á Esjumelum þar sem Í gatnastæðin verður svo ekið efni frá framkvæmdum USK á Ártúnshöfða.
Desember 2023
Í lok desember 2023 er framkvæmdum í fasa 1 að mestu lokið. Lokafrágangur fasa 1 er áætlaður júní 2024.