Brákarborg - framkvæmdir
Hvað verður gert?
Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol.
Nánari upplýsingar má finna neðst á síðunni í minnisblöðum Verkís verkfræðistofu og VSÓ Ráðgjöf.
Torf verður fjarlægt af þaki leikskólans. Uppbygging þakvirkis endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verðum bætt við innanhús.
Framkvæmdir hafa verið umfangsmeiri og tekið lengri tíma en áætlað var. Það má meðal annars rekja til þess að flóknara reyndist að ná ásteypulagi af þakinu en gert var ráð fyrir og önnur verkefni sem bættust við á framkvæmdatíma hafa verið tímafrek svo sem styrkingar á plötum yfir kjallara.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Vinnu við þakuppbyggingu er lokið og tjald yfirbygging hefur verið fjarðlægð.
Unnið er í frágangi á 1. hæð innnahús og í smávægilegum breytingum á lóð.
Enn er unnið í styrkingum á plötu yfir kjallara.
Október 2025
Ljóst er að framkvæmdum mun ekki ljúka fyrr en í mars 2026 og er það breyting frá fyrri áætlunum.
Verkið hefur vaxið verulega í umfangi á framkvæmdatíma. Þar kemur meðal annars til viðloðun á nýrri steyptri plötu við þá eldri en vinna við að brjóta steypuna niður varð því tímafrekari en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá hefur verið vandað vel til verka og passað vel upp á að gefa nýrri steypu og floti góðan tíma til að þorna áður en farið var í að byggja þak upp að nýju. Einnig var bætt við styrkingum undir allar plötur yfir kjallara.
Júlí - ágúst 2025
Búið er að fjarlægja ásteypulag af báðum þökum og lokið við ytri styrkingar á þakplötu. Áætlað er að uppbygging þaks hefjist í september.
Búið er að steypa upp alla burðarveggi í byggingunni.
Enn er áætlað að framkvæmdum ljúki seinni hluta október. Standist það ætti leikskólastarfsemi að geta hafist í húsinu að nýju í nóvember.
Júní 2025
Búið er að brjóta ásteypu af þaki öðru húsi leikskólans og um helming á þaki hins hússins. Þar sem búið er fjarlægja ásteypu er vinna hafin við styrkingar svo að hægt verði að hefja uppbyggingu þaks að nýju. Lokið hefur verið við uppsteypu nýrra burðarveggja í kjallara og uppsteypa þeirra er langt komin á 1. hæð. Miðað við framgang verksins á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir að framkvæmdum við húsið ljúki í haust. Í myndagalleríi gefur að líta nokkrar nýlegar myndir af framkvæmdunum.
Apríl 2025
Þak
Unnið er í broti ásteypu á þaki hús 150.
1. hæð
Unnið er í járnabindingum og uppsteypu nýrra burðarveggja.
Unnið er í færslu lagna og annarra kerfa samhliða veggjum.
Kjallari
Unnið er í járnabindingum og uppsteypu nýrra burðarveggja.
Unnið er í færslu lagna og annarra kerfa samhliða veggjum.
Mars 2025
Þak
Unnið er í broti ásteypu á þaki hús 150.
Kjallari
Unnið er í járnabindingum og uppsteypu nýrra burðarveggja.
Unnið er í færslu lagna og annarra kerfa samhliða veggjum.
Febrúar 2025
Lokið hefur verið við tjaldyfirbyggingu og búið er að taka pappa og einangrun af þaki. Unnið er í undirbúningi að broti ásteypu af þaki.
Áframhaldandi vinna er við undirstöður fyrir nýja burðarveggi í kjallara og unnið er í færslu lagnakerfa.
Janúar 2025
8. janúar - Búið er að girða af vinnusvæðið og unnið er í áframhaldandi vinnu við þak yfirbyggingu. Uppsetningu vinnupalla er lokið.
Verið er að verja gólfefni innanhús og byrjað að undirbúa undirstöður fyrir nýja burðarveggi í kjallara og á 1. hæð. Unnið er í færslu og hliðrun á lagnakerfum í innveggjum.
Desember 2024
19. desember - Unnið er í uppsetningu á tjaldyfirbyggingu.
6. desember - Framkvæmdir eru hafnar og er verktaki byrjaður að setja upp vinnupalla í kringum bygginguna og staðsetja vinnubúðir. Samhliða er verið að undirbúa húsnæði innandyra með því að flytja búnað, plasta innréttingar og taka niður loftaefni og ljós.
VSÓ ráðgjöf hefur verið ráðinn sem eftirlitsaðili yfir framkvæmdinni.
Nóvember 2024
7. nóvember - Útboðstími hefur verið lengdur og verða tilboð opnuð 14. nóvember næstkomandi.
14. nóvember - Tilboð opnuð
21. nóvember - Innkaupa- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga að tilboði Ístaks. Stefnt að því að hefja framkvæmdir í lok nóvember.
Október 2024
30. október - Útboð hefur verið auglýst og tilboð verða opnuð 7. nóvember næstkomandi.
10. október - Samþykkt var í borgarráði að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði Brákarborgar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist bráðlega og að þeim verði lokið á fyrri helmingi 2025. Í fundargögnum borgarráðs frá 10. október er að finna nánari lýsingar á framkvæmdum en áætlaður kostnaður er um 200 milljónir króna.
Meðal þess sem verður gert:
- Stoða undir þak- og gólfplötu til að tryggja öryggi á meðan framkvæmdum stendur
- Byggja yfirbyggingu yfir þak tila ð tryggja vatnsvörn á þaki
- Niðurrif á núverandi þakvirki og niðurbrot á ásteypulagi
- Styrkingar á burðarkerfi platna og útveggja
- Uppbygging nýs þaks
Ágúst 2024
7. ágúst - Búið er að hanna styrkingar innanhús og fjarlægja torf af þakplötu.
Endurskoðun og hönnun á þakvirki stendur yfir.
19. ágúst - Áfram unnið að úttekt á þakuppbyggingu. Þar sem húsin tvö eru með ólíka uppbyggingu verða þau tekin fyrir eitt af öðru og verður byrjað á hönnun og framkvæmdum við Kleppsveg 150 og svo farið í sömu verkefni við Kleppsveg 152. Þannig er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Búið er að virkja verktaka sem koma til með að sinna framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir nokkrar vikur en eins og kom fram á fundi með foreldum þann 8. ágúst verður farið vandlega yfir hönnun og áætlanir.
22. ágúst - Á fundi sínum í dag samþykkti borgarráð að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákaborgar í ljósi mögulegra hönnunar- og eða framkvæmdagalla. Í því felst heildarúttekt á hönnun, framkvæmdum og eftirliti við framkvæmdir leikskólans. Einnig er óskað eftir því að Innri endurskoðun og ráðgjöf geri tillögur að umbótum í tengslum við ferlið.
16. september - Hönnun á breytingum á þaki er langt komin og má búast við að lýsing á framkvæmdum liggi fyrir síðar í vikunni. Þá tekur við innkaupaferli og má gera ráð fyrir að niðurstöður úr því liggi fyrir í októbermánuði.
Boðað verður til upplýsingafundar með foreldrum í lok september eða byrjun október þegar framkvæmdaáætlun liggur fyrir.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds