Brákarborg - framkvæmdir

Upplýsingasíða https://reykjavik.is/node/36518/edit#edit-group-contentegna yfirstandandi framkvæmda við leikskólann Brákarborg, Kleppsvegi 150-152.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol.

Nánari upplýsingar má finna neðst á síðunni í minnisblöðum Verkís verkfræðistofu og VSÓ Ráðgjöf. 

Torf verður fjarlægt af þaki leikskólans. Uppbygging þakvirkis endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verðum bætt við innanhús. 

Framkvæmdir hafa verið umfangsmeiri og tekið lengri tíma en áætlað var. Það má meðal annars rekja til þess að flóknara reyndist að ná ásteypulagi af þakinu en gert var ráð fyrir og önnur verkefni sem bættust við á framkvæmdatíma hafa verið tímafrek svo sem styrkingar á plötum yfir kjallara.

 

Hvernig gengur?

Nóvember 2025

Vinnu við þakuppbyggingu er lokið og tjald yfirbygging hefur verið fjarðlægð.

Unnið er í frágangi á 1. hæð innnahús og í smávægilegum breytingum á lóð.

Enn er unnið í styrkingum á plötu yfir kjallara. 

Október 2025

Ljóst er að framkvæmdum mun ekki ljúka fyrr en í mars 2026 og er það breyting frá fyrri áætlunum. 

Verkið hefur vaxið verulega í umfangi á framkvæmdatíma. Þar kemur meðal annars til viðloðun á nýrri steyptri plötu við þá eldri en vinna við að brjóta steypuna niður varð því tímafrekari en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá hefur verið vandað vel til verka og passað vel upp á að gefa nýrri steypu og floti góðan tíma til að þorna áður en farið var í að byggja þak upp að nýju. Einnig var bætt við styrkingum undir allar plötur yfir kjallara.

 

Júlí - ágúst 2025

Búið er að fjarlægja ásteypulag af báðum þökum og lokið við ytri styrkingar á þakplötu. Áætlað er að uppbygging þaks hefjist í september. 

Búið er að steypa upp alla burðarveggi í byggingunni. 

Enn er áætlað að framkvæmdum ljúki seinni hluta október. Standist það ætti leikskólastarfsemi að geta hafist í húsinu að nýju í nóvember.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Umsjón og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verktaki og byggingarstjórn

Ístak hf.
Síðast uppfært 01.12.2025