Brákarborg - framkvæmdir

Upplýsingarsíða vegna yfirstandandi framkvæmda við leikskólann Brákarborg, Kleppsvegi 150-152.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol.

Nánari upplýsingar má finna neðst á síðunni í minnisblöðum Verkís verkfræðistofu og VSÓ Ráðgjöf. 

Torf verður fjarlægt af þaki leikskólans. Uppbygging þakvirkis endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verðum bætt við innanhús. 

Hvernig gengur?

Desember 2024

19. desember - Unnið er í uppsetningu á tjaldyfirbyggingu.

6. desember - Framkvæmdir eru hafnar og er verktaki byrjaður að setja upp vinnupalla í kringum bygginguna og staðsetja vinnubúðir. Samhliða er verið að undirbúa húsnæði innandyra með því að flytja búnað, plasta innréttingar og taka niður loftaefni og ljós. 

VSÓ ráðgjöf hefur verið ráðinn sem eftirlitsaðili yfir framkvæmdinni. 

Nóvember 2024

7. nóvember - Útboðstími hefur verið lengdur og verða tilboð opnuð 14. nóvember næstkomandi.

14. nóvember - Tilboð opnuð 

21. nóvember - Innkaupa- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga að tilboði Ístaks. Stefnt að því að hefja framkvæmdir í lok nóvember.

 

Október 2024

30. október - Útboð hefur verið auglýst og tilboð verða opnuð 7. nóvember næstkomandi.

10. október - Samþykkt var í borgarráði að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði Brákarborgar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist bráðlega og að þeim verði lokið á fyrri helmingi 2025. Í fundargögnum borgarráðs frá 10. október er að finna nánari lýsingar á framkvæmdum en áætlaður kostnaður er um 200 milljónir króna.

Meðal þess sem verður gert:

  • Stoða undir þak- og gólfplötu til að tryggja öryggi á meðan framkvæmdum stendur
  • Byggja yfirbyggingu yfir þak tila ð tryggja vatnsvörn á þaki
  • Niðurrif á núverandi þakvirki og niðurbrot á ásteypulagi
  • Styrkingar á burðarkerfi platna og útveggja
  • Uppbygging nýs þaks

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Umsjón og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verktaki og byggingarstjórn

Ístak hf.
Síðast uppfært 20.12.2024