Bætt aðgengi við biðstöðvar Strætó - Yfirborðsfrágangur

Verkefnið felst í endurbætum á biðstöðvum Strætó í Reykjavík
Nóvember 2023 til júní 2024
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Verkefnið felst í endurbætum á biðstöðvum Strætó í Reykjavík. Megin hluti verkefnisins felst í að færa ruslastampa eða fjarlægja ruslatunnur, færa skiltastaura strætó og útbúa leiðilínur frá strætóskýlum að götukanti.  
Verkið felst í aðalega í eftirfarandi: 

  • Færslu á ruslastömpum og skiltastaurum strætó á biðstöðvum. 
  • Uppgreftri fyrir götu- og gangstéttastæðum. 
  • Fullnaðarfrágangi kantsteins auk gangstéttaryfirborða þar sem það á við. 
  • Rif og förgun á malbiki, steyptri stétt, hellum, kantsteini, ruslastömpum, staurum og biðskýlum þar sem það á við. Frágangi á viðvörunarhellum og leiðilínum við biðstöðvar Strætó þar sem það á við. Yfirborðsfrágangi við biðstöðvar Strætó þar sem það á við. 
  • Rifi á núverandi grágrýtiskantsteini, hreinsun, lageringu og endurlögn á hluta af grágrýtiskantsteini við biðstöð á Snorrabraut. 
  • Fullnaðarfrágangi fyllinga undir ný gangstéttastæði. 
  • Færsla og enduruppsetningu á núverandi strætóskýla.

Hvernig gengur?

júlí 2024

Flestum verkum er lokið ásamt nokkrum viðbótum.  Nokkur verkefni eru þó eftir og er vinna við þau í gangi en áætlun gerir ráð fyrir að þeim ljúki í ágúst.

Hver koma að verkinu?

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Stefán Ingi Björnsson

Verktaki

Mostak ehf.

Verkstjóri verktaka

Pétur S. Sigurðsson

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Gunnar Atli Hafsteinsson
Síðast uppfært 12.03.2024