Árborg - Endurgerð húsnæðis
Myndir
Hvað verður gert?
Leikskólinn er byggður í tveimur áföngum, sá fyrri var reistur 1962 og viðbyggingu sem bætt var við 1997.
Verkið felst í endurgerð og endurbótum á eldra húsi og viðbyggingu. í eldra húsi er um að ræða endurnýjun þakvirkis, glugga og loftræstri utanhússklæðningu. Á viðbyggingu einskorðast utanhúss endurbætur við glugga-
Báðir áfangar fá heildaruppfærslu að innan þar sem tekið er tilliti til nútímakrafna til leikskólahúsnæðis s.s. bætt kennslurými og ásamt uppfærði starfsmannaaðstöðu. Hljóð-og ljósvist verður stórbætt, varmaskiptakerfi verður í loftræsingu, Brunavarnir uppfærðar til nútímakrafna, Flest allar lagnir eru endurnýjaðar, allar í eldra húsi en að hluta í viðbyggingu. Við endurgerð leikskólans verður gerð krafa um notkun umhverfisvænna byggingarefna án þess þó að farið verður i formlega umhverfisvottun að þessu sinni.
Hvernig gengur?
Október 2024
Útboð verður auglýst í nóvember.
Reiknað er með opnun útboðs í Janúar 2025.
Ófyrirséðar tafir urðu á undirbúningi, m.a. vegna hugmynda sem komu upp á hönnunartíma um hugsanlega stækkun leikskólans.
Júlí 2024
Hönnunargögn tilbúin.
Útboðsgögn eru í rýni.
Niðurrifi að innan lokið að mestu.