Álfsnes - Víðinesvegur
Álfsnes
Hvað verður gert?
2023 - Nýr vegur frá tengivegi Björgunar við Viðinesveg. Áætlun verksins gerir ráð fyrir nýjum vegi sunnan við jarðgerðarstöðina. Vegurinn kemur í svæði sem búið er að afmarka fyrir hugsanlega legu Sundabrautar. Gert er ráð fyrir vegi sem er með 7 metra breiðu slitlagi og 1 metra öxlum beggja megin. Nokkur óvissa fylgir þessum hluta verksins má þar nefna t.d.:
- Rif mannvirkja, hús mögulega í vegstæðinu.
- Núverandi jarðvegur, dýpi á klöpp og/eða mýri, verulega óvissa varðandi jarðvegsskipti og uppbyggingu vegar.
2024 - Áætluð er styrking / viðhald núverandi Víðinesvegar frá Vesturlandsvegi að jarðgerðarstöð Sorpu. Breikkun, styrking og malbikun slitlags 7,0 m á breidd á núverandi Víðinesvegi frá Vesturlandsvegi að jarðgerðarstöð Sorpu. 2.500 m