Forvarnasjóður

""

Hlutverk Forvarnasjóðs Reykjavíkur er að stuðla að forvörnum, efla félagsauð og stuðla að hvers konar framförum í hverfum Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Íbúaráð veita styrki til verkefna í hverfum en velferðarráð til almennra forvarnarverkefna í borginni. Úthlutað verður úr Forvarnasjóði á seinni hluta ársins 2022 en dagsetning verður auglýst síðar. 

Markmið

Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarverkefni í samræmi við forvarnastefnu Reykjavíkurborgar og veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar.

Styrkir úr sjóðnum eru veittir til verkefna sem styðja:

  • Forvarnir í þágu barna og unglinga
  • Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar
  • Bætta lýðheilsu
  • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs
  • Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni

Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins geta stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra sótt um styrki í sjóðinn en einungis í samstarfi við aðra aðila utan Reykjavíkurborgar.

Í forvarnastefnunni er meðal annars lögð áhersla á að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd barna og unglinga og forvarnir gegn áhættuhegðun.

 

Ferli umsóknar

  • Allar styrkumsóknir sem ganga þvert á hverfi borgarinnar eru lagðar fyrir samráðshóp um forvarnir í Reykjavík og til umsagnar og samþykktar í velferðarráði.
  • Umsóknir um verkefni í einstökum hverfum fara fyrir íbúaráð til samþykktar.
  • Allir umsækjendur fá skriflegt svar þegar niðurstöður um úthlutun liggja fyrir.

 

Eyðublað fyrir greinargerð

Greinargerð á að skila þegar viðkomandi verkefni er að fullu lokið í samræmi við styrksamning styrkþega og Reykjavíkurborgar. 

""

Fleiri spurningar?

Senda má fyrirspurnir á netfangið forvarnarsjodur@reykjavik.is.

  • Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með sjóðnum.
  • Upplýsingar um styrki í einstökum hverfum borgarinnar veita framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva velferðarsviðs.