Fæðubótarefni og íblönduð matvæli

Fæðubótarefni eru skilgreind sem matvæli skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum,  og reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni, með síðari breytingum.

Talað er um íblöndun þegar næringarefnum og öðrum innihaldsefnum er aukalega bætt í matvæli við framleiðslu þeirra. Þetta kunna að vera (þó ekki einvörðungu) vítamín, steinefni, m.a. snefilefni, amínósýrur, lífsnauðsynlegar fitusýrur, trefjar og margs konar plöntu- og jurtaútdráttur. Ákveðnar reglur gilda um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli.

Ítarefni