Construction of premises

Illustration of mixed residential and commercial property

Where are new apartments being built and what are the next areas of construction?

To answer this question, the CoR annually publishes a walled summary: Construction of apartments in the city and the Green Plan, October 2021

Hvað er í kortasjánni?

Kortasjá var opnuð 4. nóvember 2022 til að sýna hvar verið er að byggja og hver eru framtíðar uppbyggingarsvæði í Reykjavík. 

Hægt er að skoða eftir mismunandi byggingarstigum og eftir hverfum: íbúðir í byggingu, íbúðir í samþykktu deiliskipulagi, íbúðir í skipulagsferli og íbúðir á þróunarsvæðum. Alls eru þetta upplýsingar um rúmlega 26 þúsund íbúðir úr húsnæðisáætlun sem að eru sýnilegar á kortinu. Til að setja þessa miklu uppbyggingu í samhengi eru í dag um 58 þúsund íbúðir í Reykjavík.

  • Þú getur séð uppbyggingu eftir hverfum og á hvaða stigi uppbyggingin er. Með því að smella á reit koma upplýsingar eftir atvikum um fjölda íbúða, framkvæmdaraðila, áætluð verklok og hönnuð verkefnis.

Skýringartexti

Framtíðarsvæði Þar sem horft er til fyrstu hugmynda.
Þróunarsvæði Þar sem mál eru komin á viðræðustig við hagaðila.
Svæði í skipulagsferli Leiða til formlegrar tillögu.
Samþykkt deiliskipulag Hér er oft biðstaða vegna samninga og innviðauppbyggingar.
Byggingarhæfar lóðir Bið eftir að uppbygging hefjist.
Íbúðir í byggingu Þær íbúðir sem eru í byggingu.
Verkefnum lokið Hér munu safnast upplýsingar í áranna rás.
Kortasjáin er samstarfsverkefni SBB, ÞON og USK innan Reykjavíkurborgar. Umsjón og upplýsingaöflun er á hendi atvinnu- og borgarþróunarteymis.

Nánari upplýsingar

Viltu nánari upplýsingar um uppbygginguna eða vera í sambandi við okkur?

Sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is

eða skráðu þig á póstlista hér.