Borgir

Félags- og menningarmiðstöð

Spöngin 43
112 Reykjavík

Framhlið Borga við Spöngina

Opnunartími

Opnunartími Borga er alla virka daga kl. 8:00–16:00

  • Hádegismatur kl. 11:30–12:30 (matarpöntun þarf að berast fyrir klukkan 13 daginn áður) 
  • Síðdegiskaffi kl. 14:30–15:30

Dagskrá

Vetrardagskráin er farin af stað með fjölbreyttu úrvali, sjá tengd skjöl hér neðar á síðunni. Margir einstakir viðburðir verða haldnir í vetur og eru þeir auglýstir sérstaklega. Endilega hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar hjá okkur um vetrarstarfið í félagsmiðstöðinni. Í Grafarvogi er líka félagsmiðstöð á Korpúlfsstöðum og þar er líka öflugt og skapandi starf Korpúlfa þrjá daga í viku sem og kaffisamsæti um miðjan daginn.

Þjónusta

Um er að ræða þjónustu sem er opin öllum Reykvíkingum óháð aldri.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi, aðeins að mæta á staðinn. Ef fyrirhuguð er þátttaka í ákveðnum námskeiðum eða ferðum þarf að skrá hana. Þátttökuskráning liggur frammi í Borgum.

Við leitumst við að bjóða upp á fjölbreytt starf og þægilega samveru í hlýju umhverfi. Hér geta allir fundið eitthvað við hæfi og jafnvel farið út fyrir þægindarammann og prófað eitthvað alveg nýtt.

Endilega ef þið hafið hugmyndir af starfi eða viðburði sem ykkur langar að sjá hér í samfélagshúsinu okkar, hafið samband við Birnu verkefnastjóra eða umsjónarmann félagsstarfs á skrifstofunni. Þau eru alltaf meira en til í nýjar hugmyndir og áskoranir.

  • Félagsstarf – sími 411 1439
  • Skrifstofa Korpúlfa – sími 411 9366
  • Pöntun á hádegisverði – sími 411 9368
  • Fótaaðgerðastofa Hrafnhildar – sími 571 7475
  • Hársnyrtistofan Hárborg, Jóhanna – sími 571 7474

Strætó

Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 6, 18 og 24.

Um félagsstarfið

Starfræktar eru 17 félagsmiðstöðvar víðsvegar um borgina sem eru opnar Reykvíkingum á öllum aldri. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum og kaffiveitingar. 

Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess.

 

Fela af listanum 'Staðir'
Off