Trausti Breiðfjörð Magnússon

Leyfi frá störfum
Sósíalista­flokkurinn
Trausti Breiðfjörð Magnússon

Um Trausta

Fæddur í Reykjavík árið 1996 og uppalinn í Grafarvogi. Með rætur utan af landi, bæði norður í Hrútafirði og norðan af Ströndum. Hef mikinn áhuga á samfélaginu, mannlegri hegðun og hvernig það sé hægt að tryggja félagslegt réttlæti.

Starfsreynsla

2022 Samstöðin samfélagssjónvarp, fjölmiðlun
Þáttagerð þar sem fengnir voru gestir einu sinni í viku, stundum tvisvar. Ræddi við fólk með þekkingu á samfélagsmálum.

2018-2022 Reykjavíkurborg, velferðarsvið
Íbúðakjarni í Breiðholti við umönnun einstaklinga með geð- og þroskahamlanir.

2016-2017 Sunnufold, leiðbeinandi
Vann sem leiðbeinandi á leikskóla og aðstoðaði kennara

2013-2016 Eldsmiðjan, þjónustustörf
Veitingaþjónusta á Eldsmiðjunni Suðurlandsbraut.

Menntun

2019- Háskóli Íslands
BS-gráða í sálfræði og félagsfræði komin langleiðina en tók mér auðvitað hlé frá námi vegna kjörs í borgarstjórn.

2012-2016 Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn í Reykjavík
Stúdentspróf af félagsfræðibraut.

2002-2012 Foldaskóli
Grunnskólapróf

Önnur reynsla

2019 Umhverfisstofnun
Lauk námskeiði sem veitir landvarðarréttindi

2017 Ferðalag
Ferðaðist í sex mánuði um heiminn árið 2017. Fór til Asíu, Suður-Ameríku og Norður-Ameríku. Eins og að ganga í gegnum margra ára skóla. Aukin þekking á ýmsum menningarheimum. Hvernig hegðun okkar mótast af samfélaginu, menningunni og er ekki í föstum skorðum. Óteljandi lexíur og lífsreynslur sem ekkert jafnast á við. Mikilvægasta nám sem ég hef farið í.

2016 Leiktækniskólinn
Leiktækninámskeið vorið 2016 í skapandi leiktækni. Miachel Chekhov tækni.