Inga María Hlíðar Thorsteinson

Nefndarmaður
Sjálfstæðis­flokkurinn
Inga María Hlíðar Thorsteinson

Um Ingu

Ég hef áhuga á málefnum líðandi stundar og hinum ýmsu félagsstörfum. Ég hef gaman af því að lesa og skrifa pistla, stunda líkamsrækt og sund og mála oft málverk í frítíma mínum. Ég skrifaði lokaverkefni mitt í hjúkrun um áhrif ófrjósemi á lífsgæði og lokaverkefni mitt í ljósmóðurfræðinni fjallar um upplifun verðandi feðra af hópmeðgönguvernd. Ég æfði handbolta í 10 ár á uppvaxtarárum mínum með Fjölni, Aftureldingu og Fram. Ég er uppalin í Grafarvogi og bý núna í Breiðholti.

Menntun

2016-2018 Háskóli Íslands. Ljósmóðurfræði cand. obst.

2012-2016 Háskóli Íslands. Hjúkrunarfræði B.S.

2007-2012 Menntaskólinn í Reykjavík. Stúdentspróf.

Símenntun

2018-2021 Twinning up North – Samstarfsverkefni hollenskra og íslenskra ljósmæðra

2015 Fundur/ráðstefna með evrópskum hjúkrunarfræðinemum í London

2015 Fundur/ráðstefna með hjúkrunarfræðinemum á Norðurlöndunum í Noregi

2015 Fundur með hjúkrunarfræðinemum á Norðurlöndunum og ráðstefna um sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð

2015 Námskeið um viðbótarmeðferðir í hjúkrun í Danmörku

2009 Skiptinemi í Panama

2006 Skyndihjálparnámskeið

Starfsreynsla

2018 Fæðingarvakt LSH 23B. Ljósmóðir

2017- Meðgöngu- og sængurlegudeild 22A. Hjúkrunarfræðingur.

2017 Háskóli Íslands. Hjúkrunarfræðideild. Aðstoðarkennari

2016- Vökudeild Barnaspítala Hringsins, 23D. Hjúkrunarfræðingur (sumarvinna 2016 og 2017 og nú tímavinna)

2014- NPA. Aðstoðarmaður

2014-2015 Barnaspítali Hringsins 22-ED. Hjúkrunarfræðinemi

2014 Hjúkrunarheimilið Eir. Hjúkrunarfræðinemi

2014 Orkuhúsið. Skurðstofuþrif (afleysingar)

2013-2014 LSH. Hjúkrunarfræðinemi 

2007-13 Hjúkrunarheimilið Eir. Umönnun (sumarvinna)

Félagsstörf

2018-2020 Twinning up North: samstarfsverkefni með hollenskum ljósmæðrum í Hollandi/Íslandi

2018- Stjórn Róms miðils

2017-2018 Ritstjórn Róms miðils

2017 Formaður Velferðarnefndar Varðar (Félags Sjálfstæðismanna í Reykjavík)

2016- Pistlahöfundur á Rómi miðli

2017-2018 Varamaður í stjórn LÍN (Lánasjóðs íslenskra námsmanna)

2016-2017 Varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ)

2015-2018 Velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins

2015-2017 Hagsmunafulltrúi Curator, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við HÍ

2015-2016 Sat í Sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs, varamaður í SHÍ

2015-2016 Meðstjórnandi í stjórn Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta

2015-2016 Stjórn Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík

2015 Hjálparstarf á spítala í Kambódíu (sumar)

2014-2015 Formaður Curator, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við HÍ