Aron Leví Beck

Varaborgarfulltrúi
Samfylkingin
Aron Leví Beck

Um Aron

Aron Leví Beck er fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1989 og ólst upp í Grafarvogi til unglingsaldurs en flutti þaðan í Langholtin. Foreldrar hans eru Inga Rún Sigfúsdóttir leikskólakennari og félagsráðgjafi og Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður. Uppeldisfaðir Arons er Stefán Hrafnkelsson og stjúpfaðir Helgi Már Haraldsson.

Aron Leví stundaði íþróttir af kappi sem barn og unglingur og fram á fullorðinsár. Hann var markvörður í íslenska landsliðinu í íshokkí ásamt því að stunda júdó til fjölda ára. Tónlistina á hann ekki langt að sækja en hann spilar á gítar, harmonikku og bassa. Hann er einnig í karlakórnum Fóstbræður.

Starfsferill

2017- Byggingafræðingur hjá Atelier arkitekta

2015-2017 Byggingafræðingur hjá ARK studio

2016-2017 Markaðsstjóri (CMO) hjá Iðnlausn

2015 Rannsókn fyrir Spor í sandinn/EFLU verkfræðistofu, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna

2013-2014 Hitaveitustjóri (afleysingar) hjá Fjarðabyggð

2013-2014 Starfsnám hjá EFLU verkfræðistofu

Maí 2012/2013-sept. 2012/2013 Fuglarannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

2011 Málari hjá SL málun

2010-2014 Símasala (samhliða háskólanámi) hjá Símstöðinni

2005-2010 HH-Verktak, málaranemi og síðan málari

Menntun

2014- Stundaði nám í skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla Íslands

2010-2014 Byggingafræði (BSc) frá Háskólanum í Reykjavík

2010-2012 Byggingariðnfræði (Diploma) frá Háskólanum í Reykjavík

2005-2009 Sveinspróf í húsamálun frá Tækniskólanum í Reykjavík

Félagsstörf

2017- Formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

2017- Formaður Stéttarfélags byggingafræðinga (SFB)

2017- Stjórnarmeðlimur í Íbúasamtökum Laugardals

2016- Stjórnarmeðlimur Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ)

2017-2018 Ritari Fuglaverndar

2016-2017 Framkvæmdarstjórn Ungra jafnaðarmanna

2016-2017 Formaður siðanefndar Landssambands ungmennafélaga

2012-2014 Stjórnarmeðlimur Fuglaverndar

Pólitískur ferill

2018- Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

2017-2018 Varamaður í menningar- og ferðamálaráði fyrir Samfylkinguna hjá Reykjavíkurborg