Biðlisti í bílahúsum

Mjög mismunandi er eftir bílahúsum hve löng bið er eftir langtímastæði, fer það helst eftir staðsetningu húsanna og fjölda þeirra stæða sem eru í boði. Því miður er ekki hægt að áætla fyrirfram hvenær langtímastæði losna og því erfitt að segja nákvæmlega til um hve biðin er löng. Hér að neðan er hægt að sjá mjög grófa áætlun sem gefur kannski einhverja hugmynd.

Biðtími

Stjörnuport Nokkrir dagar - nokkrar vikur
Vitatorg Nokkrar vikur
Traðarkot Nokkrar vikur - nokkrir mánuðir
Bergstaðir uppi Nokkrir mánuðir - yfir ár
Kolaport Yfir ár
Ráðhús Yfir ár
Vesturgata Yfir ár - nokkur ár
Bergstaðir niðri Yfir ár - nokkur ár
Áætlun miðuð við janúar 2024