Vaktavinna

Þann 1. maí 2021 mun vinnuvika starfsfólks, í fullu starfi, í vaktavinnu styttast úr 40 klukkustundum í 36 á viku. Frekari stytting í allt að 32 klukkustundir er möguleg og grundvallast á vægi vinnuskyldustunda.

Hvað er betri vinnutími?

Launamyndun vaktavinnufólks breytist og mun taka meira mið af vaktabyrði en áður. Vaktaálagsflokkum fjölgar og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölda og fjölbreytileika vakta. Stór hluti vaktavinnufólks vinnur hlutastarf og eru breytingarnar til þess fallnar að auka möguleika vaktavinnufólks til að vinna hærra starfshlutfall og auka ævitekjur sínar.

Upplýsingar um breytingu á vinnutíma vaktavinnufólks er að finna í fylgiskjali þeirra stéttarfélaga sem sömdu um slíkt. 

Ferli við innleiðingu betri vinnutíma

Til leiðbeiningar er ferlinu við innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu lýst í nokkrum skrefum.

Teikning af tveimur konum að skrifa á blað.