Uppboð: Færanleg húseining við Breiðholtsskóla
Reykjavíkurborg hefur sett á uppboð færanlega húseiningu úr timbri sem staðsett er við Breiðholtsskóla í Arnarbakka 1-3.
Nánari upplýsingar á uppboðsvef

Um er að ræða einingu merkta H-10. Einingin er 108,5 m2 að flatarmáli skv. Þjóðskrá.

Reykjavíkurborg leggur ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á einingunni og veitir Reykjavíkurborg allan nauðsynlegan aðgang til þess. Áhugasamir geta skoðað eininguna samkvæmt nánara samkomulagi við seljanda og skal beiðni þess efnis send á esr@reykjavik.is
Einingin selst í því ástandi sem hún er í við skoðun.
Afhending fer fram við kaupsamning og þarf kaupandi að fjarlægja húseininguna af lóðinni strax við afhendingu. Kaupandi sér um og aflar tilskilinna leyfa fyrir flutningi og/eða niðurrifi og ber fulla ábyrgð á framkvæmdinni. Kaupandi skal ganga þannig frá lóðinni að vegfarendum stafi ekki hætta af. Frágangur lagna í jörðu verður í höndum seljanda.
Seljandi mun afskrá húseininguna strax við afhendingu og er það á ábyrgð kaupanda að yfirfæra viðeigandi tryggingar.