Þróunaráætlun og rammaskipulag fyrir hringrásargarð á Álfsnesi
Verðfyrirspurn
Leitað er eftir teymum með fjölbreytta reynslu og þekkingu til að vinna að gerð þróunaráætlunar og rammaskipulags fyrir hringrásargarð á Álfsnesi.
Fyrir liggur fýsileikagreining sem metur hringrásargarð á Álfsnesi sem spennandi tækifæri til uppbyggingar á grænu atvinnusvæði á heimsmælikvarða. Verkefnið nú felst í að útfæra fyrirliggjandi hugmyndir enn frekar svo hægt verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þróun og skipulag svæðisins.
Reykjavíkurborg, ásamt Sorpu, Faxaflóahöfnum og fleiri hagaðilum standa að verkefninu.
Verðfyrirspurnargögn eru aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar – Utbod.reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til kl.10:00 þriðjuudaginn 1. október 2024.
Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar.
Fundargerð með niðurstöðum verðfyrirspurnar verður birt á þessari vefsíðu.
Nánari upplýsingar: