Lóð fyrir 65 íbúðir við Nauthólsveg

Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Nauthólsvegur 79.

Vefsíða uppfærð 30. júlí 2023: Kauptilboð hafa verið opnuð og má sjá niðurstöðu neðst hér á síðunni.

Lóð til sölu á Nauthólsvegi 79.

 

Byggingarréttur til sölu

Á lóðinni Nauthólsvegur 79 er heimilt að byggja allt að 65 íbúðir, í 3-5 hæða íbúðarhúsnæði í randbyggð, auk tveggja stakstæðra húsa 2-3 hæða, allt að 5.320 m² ofanjarðar og 2.365 m² neðanjarðar. Gert er ráð fyrir atvinnu- og/eða þjónustuhúsnæði á jarðhæð meðfram hluta Nauthólsvegar og Flugvallarvegar.  Bílastæði verða ofanjarðar og í bílageymslum neðanjarðar. Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarréttinn.

Félagsbústaðir hf., kt. 510497-2799, eiga kauprétt á 6 íbúðum í húsum á lóðinni. Kaupverð hvers birts fermetra á íbúð og geymslu er 490.000 kr., bundið byggingarvísitölu.

Útboðsgögn

Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is  
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Undirrituðum tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 12:00 fimmtudaginn 29. júní 2023.
Gæta skal þess að tilboð lögaðila séu staðfest af þeim sem hefur/hafa heimild til að skuldbinda félagið.

Niðurstaða útboðs er birt á útboðsvef Reykjavíkurborgar.


Niðurstaða útboðs

Árið 2023, þann 29. júní kl. 12:20 voru bókuð inn tilboð vegna auglýsingar
Reykjavíkurborgar um sölu byggingaréttar við lóðina Nauthólsvegur 79. Opnunin
var framkvæmd rafrænt á vefsvæði útboðsvefjar Reykjavíkurborgar.
www.utbod.reykjavik.is. Fundargerð ritaði Jóhanna Birgisdóttir

Reir ehf

kr.

419.000.000

ÞG Asparskógar ehf.

kr.

665.000.000

Skientia ehf.

kr.

751.000.000

Svörtu Hamrar ehf.

kr.

217.000.103

B28 Fasteignir ehf.

kr.

315.120.000