Lóð fyrir 65 íbúðir við Nauthólsveg
Reykjavíkurborg auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Nauthólsvegur 79
Uppfært: Lóð úthlutað og byggingarréttur seldur.
- Fundargerð borgarráðs, 1. febrúar 2024 (sjá undir lið nr. 14)
Byggingarréttur til sölu
Á lóðinni Nauthólsvegur 79 er heimilt að byggja allt að 65 íbúðir í 3-5 hæða íbúðarhúsnæði í randbyggð, auk tveggja stakstæðra húsa 2-3 hæða, allt að 5.070 m2 ofanjarðar (A+B rými) og 2.365 m2 neðanjarðar. Gert er ráð fyrir atvinnu- og/eða þjónustuhúsnæði á jarðhæð meðfram hluta Nauthólsvegar og Flugvallarvegar.
Bílastæði verða ofanjarðar og í bílageymslum neðanjarðar.
Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarréttinn.
Félagsbústaðir hf., kt. 510497-2799, eiga kauprétt á 6 íbúðum í húsum á lóðinni. Kaupverð hvers birts fermetra á íbúð og geymslu er 490.000 kr., bundið byggingarvísitölu.
Verð fyrir byggingarétt á lóðinni er 715.700.000 kr. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt þarf lóðarhafi að greiða gatnagerðargjald í samræmi við gildandi samþykkt Reykjavíkurborgar um gatnagerðargjald.
Gögn eru aðgengileg hér fyrir neðan. Undirrituðum umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á póstfangið lodir@reykjavik.is.
Umsóknir skulu vera á sérstöku eyðublaði sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara leggur.
Gæta skal þess að umsóknir lögaðila séu staðfest af þeim sem hefur/hafa heimild til að skuldbinda félagið.