Þjónusta sem skiptir máli

Ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024

Fjármál

Ársuppgjör sviðsins árið 2024 byggist á fjárheimildum, tekjum og útgjöldum þeirra eininga sem tilheyrðu sviðinu eftir stofnun þess árið 2019.   

Heildarrekstur sviðsins var samtals 4.611 milljónir króna (m.kr.) en endurskoðuð áætlun ársins var 4.171 m.kr. og var rekstur sviðsins því í heild um 440,5 m.kr yfir áætlun eða um 10,6% yfir fjárheimildum ársins.   

Heildarfjárfesting sviðsins á árinu var samtals 2.624 m.kr en áætlun ársins gerði ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð 2.615 m.kr. 

Rekstur í heild

Rekstrarkostnaður sviðsins var sem fyrr segir 4.611 m.kr. en þar af var rekstur upplýsingatækniþjónustu samtals 2.690 m.kr og var stærsti einstaki rekstrarþátturinn, eða um 58% af heildarrekstrarkostnaði sviðsins.  

Upplýsingatækniþjónusta var samtals 539 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Þar af var innri leiga eignasjóðs 177 m.kr. umfram áætlun. Annar rekstrarkostnaður hefur einnig aukist talsvert vegna þjónustusamninga sem margir eru bundnir við vísitöluhækkanir.

Þá hefur tæknileg þjónustuþörf við starfsstaði orðið meiri á síðustu árum ásamt því að starfsstöðum hefur fjölgað og flutningur starfsstaða hefur aukist, m.a. vegna myglu og viðhalds bygginga. Til þess að mæta þessum þörfum hefur þurft að bæta við verktökum við utanumhald og viðhald á UT-innviðum borgarinnar.

Rekstrarkostnaður rekstrarþjónustu sviðsins, það er rekstrarkostnaður Höfðatorgs og Ráðhússins, var samtals 548 m.kr. eða um 12% af heildarrekstrarkostnaði sviðsins.  

Rekstrarþjónusta var 58 m.kr. yfir áætlun ársins. Umfang vinnu og afleidds kostnaðar vegna framkvæmda við endurnýjun lykilinnviða Ráðhúss voru umfram áætlanir á árinu. Skýrist þetta meðal annars af mun umfangsmeiri þörf á vinnu við viðhald fasteigna og rafmagnsinnviði. Þá hefur kostnaður aukist vegna rafmagnshækkana og efldrar öryggisvörslu í stjórnsýsluhúsum.

Heildarrekstrarkostnaður við þjónustu og umbreytingu var samtals 409 m.kr. eða um 9% af heildarrekstrarkostnaði sviðsins.

Teikning af manni og konu skoða línurit.
Rekstur í heild

Rekstur eftir einingum

Eining Raun 2024 Endurskoðuð 
áætlun 2024
Frávik á raun og 
endurskoðaðri 
áætlun í %
Raun 2023 Breyting milli 
ára, í %
Borgarskjalasafn 199 202 -1.7% 204 -2.4%
Gagnaþjónusta 70 101 -30.1% 61 16.3%
Upplýsinga- og skjalastýring 160 193 -17.0% 139 14.9%
Rekstrarþjónusta 548 490 11.8% 462 18.5%
Stafræn Reykjavík 343 352 -2.5% 303 13.2%
Miðlæg skrifstofa ÞON 192 210 -8.4% 171 12.6%
Upplýsingatækniþjónusta 2.690 2.151 25.1% 2.379 13.1%
Þjónusta og umbreyting 409 473 -13.6% 375 9.0%
Samtals 4.611 4.171 10.56% 4.094 12.6%
Upphæðir í milljónum króna.
Rekstur eftir einingum

Fjárfestingar

Heildarfjárfesting sviðsins í stafrænni umbreytingu árið 2024 var samtals 2.624 m.kr. Fjárfestingaráætlun ársins gerði ráð fyrir 2.615 m.kr.   

Þar af var mest fjárfest í hugbúnaði og nýjum upplýsingakerfum, fyrir 971 m.kr. eða um 37% af heildarfjárfestingu ársins.

Fjárfestingar í vöruþróun og stafvæðingu ferla voru 590 m.kr. eða um 22% af heildarfjárfestingu ársins.

Fjárfestingar í notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum voru 578 m.kr. eða 22% af heildarfjárfestingu ársins.  

Teikning af sparibauk.
Rekstur eftir verkefnaklösum stafrænnar umbreytingar