Aðventuhátíð - Ljósin tendruð á Oslóartrénu

Ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli kl. 16:00 fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert við hátíðlega athöfn á Austurvelli.

Söngvarar og tónlistarfólk flytja falleg jólalög ásamt hljómsveit. Jólasveinar hafa fyrir sið að stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum.

Fyrsta Oslóartréð kom 1951

Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík.

Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum. Fjölskyldur safnast saman á Austurvelli þennan sunnudag og taka við trénu frá sendiherra Noregs.

Tréið er sótt í norska lundinn í Heiðmörk og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar.

Skreytingar

Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýðir jólatréð ár hvert. Það er eina skrautið á Oslóartrénu auk jólaljósanna.

 

Þannig sameinast íslenskur menningararfur, hönnun og mikilsvert málefni.