Áætlanir

Haldin var samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða árið 2015 þar sem megin verkefnið var að umbreyta svæðinu úr iðnaðarhverfi í blandaða byggð.

Á grunni vinningstillögu úr samkeppninni var unnið rammaskipulag fyrir svæðið sem var lagt fram og samþykkt í ráðum borgarinnar í ársbyrjun 2016.

Í kjölfar samþykktar á rammaskipulaginu var samþykkt deiliskipulag fyrir stækkun á Bryggjuhverfinu en nú stendur yfir skipulagsvinna fyrir hluta svæðisins uppi á Ártúns-höfðanum og niðri við Elliðaárvoginn.

Tölvugerð teikning af Sævarhöfða. Fjölbýlishús, gras, gata, fólk að hjóla og fjölskyldur að ganga.
Sævarhöfði
Allt að 8 þúsund íbúðir, þ.e. um 20 þúsund íbúa, auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi.

Áætlað er að fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 8 þúsund íbúðir, eða um 20 þúsund íbúa, auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi. Borgarlína mun ganga í gegnum miðju svæðisins enda eitt af megin markmiðum skipulagsins að stytta vegalengdir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkur.

Skipulagstillögurnar gera ráð fyrir blandaðri byggð og fjölbreyttu íbúðaformi í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að 20% íbúða skuli vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/ eða íbúðir fyrir aldraða. Einnig er gert ráð fyrir að Félagsbústaðir geti átt allt að 5% íbúða á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að tveir  nýir grunnskólar og einn safnskóli rísi á þeim skipulagssvæðum sem hér eru til umfjöllunar. Einnig er gert ráð fyrir að menningarhús rísi við Krossmýrartorg, sem mun verða þungamiðja borgarhlutans með biðstöð borgarlínu og fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu.  Gert er ráð fyrir að sundlaug verði nyrst á svæðinu sem vísi út á Elliðaárvoginn sem verði hluti af síðari deiliskipulagsáföngum

Framkvæmdir við uppbygginguna á svæðinu eru áætlaðar í fimm ára fjárhags- og fjárfestingaráætlun borgarinnar. Framkvæmdir hófust árið 2023.

Borgarlína við Elliðá. Strætó, göngustígur með mannlífi og bygging í fjarska.
Elliðavogur - svæði 2

Gert er ráð fyrir að þrír nýir grunnskólar rísi í borgarhlutanum þegar hann er fullbyggður og að sundlaug verði nyrst á svæðinu.

Áfangaskipting- deiliskipulagsáætlana

Deiliskipulagsvinnu fyrir borgarhlutann er skipt upp í nokkra áfanga og eru svæði 1 og 2 nú í auglýsingu. Deiliskipulag fyrir svæði 4 hefur þegar verið samþykkt. 

Svæði 1. – Krossmýrartorg. Framkæmd og uppbygging stendur yfir.
Svæði 2. – Sævarhöfði – í vinnslu.
Svæði 4. – Stækkun Bryggjuhverfis – samþykkt deiliskipulag.
Svæði 6. – Malarhöfði, Þórðarhöfði. Skipulagslýsing samþykkt. 

Næstu áfangar:
Svæði 3. – Sævarhöfði, norður
Svæði 5. – Krossmýrartorg, norður
Svæði 7. – Þórðarhöfði, Breiðhöfði