Matur í grunnskólum

Teikning af brauði.

Í vetur verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar en mikilvægt er fyrir skólana að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift. 

Um er að ræða mismunandi leiðir eftir því hvort skólinn rekur eigið eldhús eða nýtur matarþjónustu utanaðkomandi aðila. Hægt er að fá upplýsingar um mataráskrift á síðu viðkomandi skóla.

Hvernig matur er í boði?

Það er boðið upp á hollan mat  í skólanum og hægt er að skoða matseðla á heimasíðu hvers skóla. Farið er eftir leiðbeiningum um hollan mat frá Landlæknisembættinu. 

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.