Götu- og torgsala

Götusala er leyfisskyld og eru leyfi gefin út til ákveðins tíma. Götusala á við um hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram á almannafæri, svo sem á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Minniháttar góðgerðasölur, svo sem tombólur barna og ungmenna, eru þó undanskildar þessum reglum.

 • Lokkandi og lífrænt á Lækjartorgi.
  Lokkandi og lífrænt á Lækjartorgi.

Hvað telst til götusölu?

Til götu- og torgsölu telst eftirfarandi:

 • Markaðssala einyrkja er leyfi fyrir um 5 fermetra svæði á borgarlandi. Sala er heimiluð frá kl. 9.00 - 21.00. Leyfi eru veitt í einn til fimm mánuði.
 • Markaðssala stærri viðburða er leyfi fyrir margvíslega stærri markaði í borgarlandi. Skilgreina þarf í umsókn óskir um landsvæði, stærð þess og staðsetningu, tímalengd afnota, fjölda söluaðila, vöruframboð, útlit og umgjörð sölustarfsemi.
 • Dagsala í miðborginni  er söluleyfi fyrir söluvagna eða sölubifreiðar á skilgreindum dagsölusvæðum (sjá lista neðar á síðunni). Sala er heimiluð frá kl. 9.00 - 21.00.
 • Hverfasvæði er dagsala á borgarlandi utan miðborgar (sjá skilgreiningu á yfirlitskorti).  Allt að 5 söluaðilar geta samtímis verið með leyfi á sama hverfasvæði. Um sölubifreiðar gildir sú meginregla að þær má aðeins staðsetja á bílastæðum.
 • Nætursala er sala úr söluvögnum eða sölubifreiðum á skilgreindum nætursölusvæðum frá kl. 22.00 - 04.00. Almennt skal miða sölustarfsemi við lokun vínveitingahúsa og tekur framangreind tímasetning mið af því sbr. lög og reglur sem um starfsemina gilda á hverjum tíma.


Minniháttar góðgerðasölur, svo sem tombólur barna og ungmenna, eru ekki leyfisskyldar. Önnur sala, sem hvorki krefst yfirbyggingar né sérstakrar aðstöðu er ekki leyfisskyld. Ávallt ber þó að gæta hreinlætis og er söluaðila skylt að sjá til þess að umhverfi sölusvæðis sé ávallt haldið hreinu.

Götu- og torgsala getur glætt borgina lífi og aukið fjölbreytni í starfsemi í miðborginni.

Hvernig er sótt um leyfi fyrir götusölu? 

Sótt er um leyfi fyrir götu- og torgsölu á vefsvæðinu  Rafræn Reykjavík / Mínar síður

Reikningur fyrir leigugjaldi verður sendur á þann aðila sem skráður er fyrir aðgangi að Rafrænni Reykjavík. Fyrirtæki sem sækja um verða að vera með aðgang á sínu nafni. Umsækjanda er send krafa um leigugjald í heimabanka.

Sum sölusvæði geta verið í langtímaleigu allt að 3 ár og því er lokað fyrir umsóknir á þeim svæðum.
 
Starfsár götu-og torgsölu er frá 15. maí ár hvert til 14. maí ári síðar.

Á starfsárinu 2017 - 2018 verður opnað fyrir nýjar umsóknir þriðjudaginn 15. mars 2017 kl. 09:00 á heimasíðu Reykjavíkurborgar „ mínar síður“ 
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir borgarhátíðir á eftirfarandi  tímum:

 • Umsóknartími fyrir götu-  og torgsölu á 17. júní 2017 er frá 4. maí 2017, kl. 09:00 til 16. maí 2017, kl. 22:00. Umsóknir sem berast fyrir eða eftir þann tíma eru ekki teknar gildar. Sækið hér um færanlega söluaðstöðu, önnur sala er í umsjá Skátasambands Reykjavíkur.
 • Umsóknartími um götu og torgsölu á Hinsegin dögum sem fram fer 12. ágúst 2017 er frá 27. júní 2017 kl. 09:00 til 11. júlí 2017 kl. 22:00. Umsóknir sem berast fyrir eða eftir þann tíma eru ekki teknar gildar.
 • Menningarnótt fer fram 19. ágúst 2017. Umsóknartími götu- og torgsölu á Menningarnótt fyrir færanlega matsöluaðstöðu er frá 4. júlí 2017, kl. 09:00 til 18. júlí 2017 kl. 22:00. Umsóknir sem berast fyrir eða eftir þann tíma eru ekki teknar gildar. Önnur sala á Menningarnótt er ekki heimiluð.
Fjöldi vagna færanlegrar matsöluaðstöðu takmarkast við staðarval á hverri borgarhátíð og eru umsóknir afgreiddar eftir reglunni fyrstur kemur fyrstur fær og leitast er við að ná fram fjölbreytileika.

Opið er fyrir umsóknir götu- og torgsölu frá 15. mars 2017.  Ath. ekki er mögulegt að sækja um fyrir þann tíma.  

Öll matsala er leyfisskyld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Hvað tekur afgreiðsla umsókna langan tíma?

Afgreiðslutími umsókna:

 • Markaðssala einyrkjar 1 vika.
 • Markaðssala stærri viðburðir allt að 2 mánuðir.
 • Dag- og nætursölusvæði allt að 2 mánuðir.
 • Borgarhátíðir: 17. júní, Hinsegin dagar og Menningarnótt - 1 mánuður.

Hvað kostar leyfið?

Kostnaður er breytilegur eftir eðli og umfangi þess sem sótt er um.  Skoða gjaldskrá.

Leyfisgjald fæst ekki endurgreitt eftir að leyfi hefur verið gefið út.

Staðsetningar innan kjarna miðborgar

Skoða heildarkort.

Hér fyrir neðan má sjá undir tenglum nánari staðsetningu hvers svæðis:

Markaðssvæði

Dagsala

Nætursala

Söluaðilum er gefinn kostur á að kynna fyrir umhverfis- og skipulagssviði tillögur að öðrum sölusvæðum en þeim sem hér eru upptalin. Þau verða skoðuð og eftir atvikum samþykkt til reynslu.

Staðsetningar utan kjarna miðborgar 

Söluaðilum er frjálst að velja staðsetningu innan hverfasvæðis í samræmi við gildandi deiliskipulag. Í umsókn skal ávallt tilgreina fjarlægð, hið minnsta 50 metra frá sambærilegum staðbundnum verslunarrekstri. Götu- og torgsölunefnd úrskurðar hverju sinni hver lágmarksfjarlægð skal vera.

Skoða heildarkort.

Aðgengi að rafmagni

Umsækjendur sem þurfa rafmagn skulu tilgreina hve mikla orkuþörf starfsemi þeirra krefst og skila inn vottun frá skoðunarstofu þar um. Leyfishafi greiðir fyrir rafmagnsnotkun.     
 
Aðgengi að rafmagni er að finna á eftirfarandi stöðum:      
 • Bernhöftstorfu,          
 • Skólavörðuholti,        
 • Ingólfstorgi,    
 • Hlemmi,         
 • Hljómskálagarði,       
 • Lækjargötu,  
 • Lækjartorgi,   
 • Mæðragarði,
 • við Norræna húsið 
 • Vesturbugt og
 • á Vitatorgi

Skilyrði leyfis

Leyfishafi skal ávallt skila sölusvæði hreinu. Mögulegar skemmdir á borgarlandi og vegsvæðum verða lagfærðar af umhverfis- og skipulagssviði á kostnað viðkomandi leyfishafa. Götu- og torgsöluleyfi er ekki hægt að framselja eða framleigja.      
 
Götu- og torgsala má ekki skerða öryggi og aðgengi gangandi, hjólandi og akandi umferðar.  Gerð er sú krafa að frí gangstéttarbreidd sé minnst 1,5 m og að lágmarks fjarlægð frá inngangi rekstraraðila með sambærilega vöru skal vera að lágmarki 20 m.         
 
Starfsemin má hvorki valda hávaða- né ljósamengun á eða í námunda við úthlutað svæði. Leyfishafa er óheimilt að stunda götu- og torgsölu annars staðar en leyfið kveður á um og taka meira pláss en skilgreint er samkvæmt leyfi.             
 

Leyfum er úthlutað í þeirri röð sem rafrænar umsóknir ásamt tilskildum gögnum berast auk þess sem tillit er tekið til sölustarfsemi og umgjarðar hennar, vöruframboðs, sölutíma, staðsetningar og útlits söluvagns eða sölustands.  Burðarþol og munstur stétta og torga hafa einnig mikil áhrif á úthlutun en þessir staðir eru ekki gerðir fyrir mikinn þunga og/eða snúning stórra ökutækja. Reykjavíkurborg leggur því áherslu á að létta vagnana og að notuð verði besta aðferð í hverju tilfelli til að koma þeim að og frá sölusvæði án þess að vagnarnir séu dregnir af bifreið eða öðru þungu dráttartæki.

Vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs framboðs er umsækjendum bent á að tiltaka til vara annan valkost um staðsetningu undir liðnum „annað“ í umsókn sinni í Rafrænni Reykjavík.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar

Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar sendist á netfangið torgsala@reykjavik.is 

 

Ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax  411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20-16.15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 12 =