Félagsleg heimaþjónusta - Gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Reykjavík

Á grundvelli 29 gr.laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991 og 25.gr.laga um málefni aldraðra nr.125/1999.
 
1. grein
Greiðslur

Notandi heimaþjónustu sem fær þjónustu vegna þrifa á heimili sínu greiðir kr.  1.175 fyrir hverja unna vinnustund á dagvinnutíma. Gjaldið er endurskoðað árlega. 
Önnur félagsleg heimaþjónusta, þ.e. umönnunarþjónusta á dagvinnutíma og kvöld- og helgarþjónusta er endurgjaldslaus.

2. grein
Undanþága frá greiðslu / lækkun greiðslu
Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir notendur sem einungis hafa tekjur samkvæmt framfærsluviðmiði TR eða þar undir. Árið 2016 er framfærsluviðmiðið 246.902 fyrir þá sem búa einir og eru með heimilisuppbót og 212.776 kr. fyrir þá sem búa með öðrum.
Upphæðir munu hækka í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga.

Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjur frá TR eða samsvarandi fjárhæð, greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum.

Þjónusta umfram 6 vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus.

3. grein
Ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu

Ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu á greiðslu notenda heimaþjónustu er tekin af starfsmanni þjónustumiðstöðva og skal lögð fyrir fund matshóps til afgreiðslu.

4. grein
Málskot

Ákvörðun um synjun á lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna heimaþjónustu má skjóta til velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Skal það gert skriflega og eigi síðar en 4 vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Ákvörðun velferðarráðs má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Skal það gert eigi síðar en 4 vikum frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.


5. grein
Gildistaka

Samþykkt  í borgarstjórn 6.desember 2016
Gjaldskrá þessi gildir frá og með 1. janúar 2017.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 16 =