15996 - Heildrænt fjarvöktunarkerfi fyrir fatlað fólk Reykjavíkurborgar - Markaðskönnun

Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar fyrir hönd velferðarsviðs Reykjavíkurborgar óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem bjóða upp á heildrænt fjarvöktunarkerfi fyrir fatlað fólk. 

Markmiðið er að efla öryggi og vellíðan fatlaðra íbúa að næturlagi, bæta starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar og auka skilvirkni þjónustunnar á nóttunni. Sérstakur áhugi er á heildrænu fjarvöktunarkerfi sem samþættir ýmsar fjarvöktunarlausnir.

Vakin er athygli á því að gögnin eru sett fram á ensku en helstu eiginleikar sem leitað er að eru:

Samtenging: Geta kerfisins til að tengja og samþætta mismunandi fjarvöktunartæki eins og skynjara (hreyfiskynjara, mottuskynjara, þvaglekaskynjara o.s.frv.), hlustunartæki, myndavélar og hugsanlega annan viðeigandi búnað. 

Rauntímavöktun: Möguleiki að umönnunaraðilar geti sinnt fjarvöktun fatlaðra einstaklinga að nóttu til að tryggja öryggi þeirra þar sem viðvaranir vegna neyðartilvika eða frávika gera umönnunaraðilum kleift að bregðast fljótt við. 

Sérsnið: Lausnir sem hægt er að sníða að þörfum og óskum einstakra notenda. 

Notendavænt viðmót: Viðmót og stjórnun vöktunartækja sem er auðveld í notkun með góðu aðgengi fyrir notendur (umönnunaraðila og íbúa ef við á) með mismunandi tæknilega getu. 

Persónuvernd og öryggi: Persónuverndar- og öryggisráðstafanir sem vernda viðkvæm gögn og tryggja að farið sé að viðeigandi reglugerðum og stöðlum, þar á meðal GDPR.

Tilgangur markaðskönnunarinnar er að óska eftir upplýsingum um lausnir og búnað á markaði sem gæti hentað fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar í Reykjavíkurborg.

Áhugasömum aðilum er boðið að taka þátt í markaðskönnuninni með því að senda inn upplýsingar á útboðsvef Reykjavíkurborgar um hvaða lausnir og búnað þeir geta boðið fyrir 7. maí 2024 kl.14:00. Bein vefslóð er https://utbod.reykjavik.is/aspx/ProjectManage/1243

Fyrirvari:
Ekki er verið að óska eftir þátttöku í útboði, heldur er eingöngu um að ræða óbindandi markaðskönnun. Vert er að benda á að þátttaka í þessari markaðskönnun er ekki forsenda þess að taka þátt í innkaupaferli sem mögulega tekur við í framhaldi af markaðskönnuninni.