15957 Parking Enforcement System for Reykjavik Parking Services, samkeppnisviðræður

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs. er óskað eftir umsóknum í forval til þátttöku í samkeppnisviðræðum í eftirfarandi verkefni:

Parking Enforcement System for Reykjavik Parking Services, Samkeppnisviðræður nr. 15957

Lauslegt yfirlit yfir verkið:

Bílastæðasjóður þarf á að halda nýju eftirlitskerfi við eftirlit á gjaldskyldum svæðum og við eftirlit á ólöglegum lagningum bifreiða. Kerfið þarf að styðjast við allra nýjustu tækni er kemur að lestri númeraplatna. Kerfið þarf að geta greint hvort greitt hafi verið fyrir stæði og hvort farið hafi verið yfir tímamörk.

Forvalsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsveg Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 11:00 þann 28. febrúar 2024. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 4. apríl 2023. 

Umsóknir verða opnaðar af Innkaupaskrifstofu með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar. Eftir opnun má sjá fundargerð opnunarfundar á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2024

Í opnunarfundargerð verða skráð nöfn umsækjenda