Tónlistarskólinn í Grafarvogi

Tónlistarskóli

Hverafold 5
112 Reykjavík

Hús Tónlistarskólans í Grafarvogi og bílar á bílastæði.

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónlistarskólann í Grafarvogi á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Um Tónlistarskólann í Grafarvogi

Tónlistarskólinn í Grafarvogi hefur verið starfræktur frá árinu 1991 og býður upp á fjölbreytt tónlistarnám, í formi hóp- eða einkatíma. Skólinn hefur alla tíð stuðst við aðalnámskrá tónlistarskóla og útskrifað fjölda nemenda á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Nemendur geta sótt námið í sínu nærumhverfi. Höfuðstöðvar skólans eru við hliðina á Foldaskóla en aðrir kennslustaðir eru Rimaskóli, Húsaskóli, Engjaskóli, Víkurskóli, Ártúnsskóli, Dalskóli, Sæmundarskóli og Bústaðakirkja. Skólinn er því starfræktur í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Fossvogi. 

Meginhlutverk skólans er að stuðla að hæfni nemanda til að skapa og leika tónlist en ekki síður til að hlusta og njóta. Skólinn undirbýr nemendur fyrir tónlistariðkun uppá eigin spýtur sem og frekara nám í tónlist og skyldum greinum á mennta- og háskólastigi. Skólinn er skipaður vel menntuðum og metnaðarfullum kennurum sem tileinka sér einstaklingsbundið leiðsagnarnám. Skólinn tryggir nemendum tækifæri til að koma fram á tónleikum og við aðrar uppákomur.

Skólastjóri er Sigríður Árnadóttir