Tillaga að starfsleyfi

Umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofa borgarlandsins - Bryggjuhverfi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, skrifstofu framkvæmda og viðhalds í bryggjuhverfi við Sævarhöfða vegna breytinga á starfsemi. Um er að ræða starfsemi sem snýr að móttöku á úrgangi til endurnýtingar þ.e. móttöku á hreinum jarðefnum og uppgreftri úr húsagrunnum sem er nú þegar með starfsleyfi.

Með umsókn um breytingu er annars vegar óskað eftir því að auka móttöku um 100.000 rúmmetra sem kæmi úr sjávarnámu og mölun á steinefni (malar og sandnám) til að fá efni í yfirlag til að draga úr fokhættu úr efnishaugum. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og starfsleyfisskilyrði fyrir Umhverfis - og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda og viðhalds vegna móttöku á úrgangi til endurnýtingar í landfyllingu við Sævarhöfða og steinmölun innan athafnasvæðisins.

Lagt er til að gildistími verði 12 ár. Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á tímabilinu 11.05.2023 til 08.06.2023. Á þeim tíma er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.