Tillaga að starfsleyfi - USK, skrifstofa framkvæmda og viðhalds - móttaka á úrgangi til endurvinnslu í fyllingar og millilager fyrir efni við Úlfarsfell

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skrifstofu framkvæmda og viðhalds vegna móttöku á úrgangi til endurvinnslu í fyllingar og millilager fyrir efni. Um er að ræða nýja starfsemi. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og starfsleyfisskilyrði fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, skrifstofu framkvæmda og viðhalds vegna móttöku á úrgangi til endurnýtingar í fyllingar innan svæðis fyrir grafreit við Úlfarsfell. Lagt er til að gildistími verði til 31. desember 2028. Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu á tímabilinu 9. janúar til 7. febrúar 2025. Á  þeim tíma er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is